Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 245
BÚNAÐARRIT. 241
til þess, að ryðja sér þannig til rúms á smjörmarkaðin-
um.
Þa5 kunna nú margir að segja, að rjómabústýr-
urnar verði að sjá um það, að búa smjörið til þannig,
að tekið verði eftir því og það komist í gott verð.
Yíst eiga bústýrurnar að gera það, og gera það líka
flestar. En það sem fyrst og fremst þarf til þess, að
búa til gott smjör, er það, að efnið í smjörið sé svo
gott sem hægt er að hafa það. Enginn getur t. a. m.
ætlast til þess, að húsmóðirin búi tíl bezta skyr úr
gamalli mjólk eða hálfsúrri. Og enginn getur ætlast til,
að rjómabústýran búi til bezta smjör úr súrum rjóma
eða hálfsúrum, með remmubragði eða tólgarbragði, væmn-
um eða óhreinum. Mjólkin eða rjóminn verður að koma
til rjómabúsins hreinn og bragðgóður. Og þá — en
annars ekki — má heirnta af bústýrunni, að smjörið frá
henni verði gott, ef hún þá líka heflr góð áhöld, gott
hús o. s. frv., og ef smjörið skemmist ekki á leiðinni
til sölustaðarins af hita, ólofti í skipunum eða af því
að verða of gamalt. Og þá fyrst fer smjörið að seljast
ein§ vel og danska smjöríð. Því mjólkin hérna er eins
góð og mjólkin í Danmörku, ef ekki betri, einkum á
sumrin.
Það sem fyrst, og fremst þarf til þess, að mjólkin
sé góð, er það, að kýrnar sé heilsugóðar. En eg held
nú, að það sé ekki margar íslenzkar kýr með júfurmein
eða aðra sjúkdóma, og að því sé óhætt að gera ráð
fyrir, að mjólkin sé góð og gallalaus, meðan hún er í
júfrinu, — en svo ekki framar.
Eg vil nú biðja menn að muna eftir því, að mjólk-
inni er hverjum öðrum legi fremur gjarnt til, að draga
i sig allskonar gufu, gerla o. fl., og að því er ekki auð-
náð úr henni aftur. Og mjólkin er einstaklega góður
jarðvegur fyrir gerlana til að þróast í, því að í henni
er, eins og menn vita, bæði eggjahvíta, sykur og vat,n,
1C