Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 36
32
BÚNAÐARRIT.
gerðir af þessum vélum, önnur ensk, hin amerísk, hafa
alllengi verið notaðar víða erlendis, en hafa ekki náð
verulegri útbreiðslu á Norðurlöndum, fyr en nú á síð-
ustu árum; þóttu þungar í drætti og seinvirkar; en nú
fyrir stuttu hafa þær verið allmikið endurbættar og eru
nú orðnar töluvert útbreiddar þar — einkum amerískar
vélar. í Noregi hafa þær t. d. náð mikilli útbreiðslu nú
síðustu 3 árin, og er mjög vel af þeim látið, og allvíða
eru þær nú notaðar þar á tiltölulega smáum býlum.
Yinnumagn þessara véla (með 6 forkum) er talið á við
6—8 menn, og unglingur, sem stýrt getur hesti, getur
vel farið með þær. Vélar þessar flýta mjög mikið fyrir
þurkun á heyinu. fornar það miklu jafnar og fljótar, en
þegar snúið er í rifgörðum með hrífu.
Slétt verður landið að vera, þar sem þessar vélar
eru notaðar, og allmikið sýnist verkefni þeirra þurfa að
vera, þegar litið er til kaupverðsins, en það er 160 kr.,
og er líklegt, að það að miklu leyti útiloki notkun þeirra
hér. Ekki finst mér ólíklegt, að hér væri þakklátt verk-
efni fyrir smiði vora að spreyta sig á, að reyna að búa
tií litlar, en þó tiltölulega fljótvirkar, snúningsvélar, sem
hægt væri að seija ódýrt. Með hliðsjón af hinum út-
útlendu vélum ætti þetta að geta tekist.
Að iýsa útlendum snúningsvélum verður hér ekki við
komið rúmsins vegna. Að eins skal þess getið, að ensku
vélarnar hafa tvo hrífuhausa (milli draghjólanna) með
löngum tindum úr fjaðrastáli. Snúast þessir hrífuhausar
í hring, og er hreifingin fengin með tannhring innan í
umgjörð draghjólanna.
Amerísku vélarnar eru gerðar með alt öðru móti og
margbrotnari. Eru forkar þeir, sem snúast í heyinu, festir
á ás, sem liggur fyrir aftan draghjólin. Þessi ás er allur
í beygjum, og eru forkar festir á hverja beygju — beinir
kaflar í milli — beygjan kemur aftan á mitt skaftið á fork-
unum, en efri endi þeirra er festur framan á vélina með
járnstöng á hjörum við skaftið. Gormar eru á skaftinu