Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Qupperneq 7

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Qupperneq 7
gengt við síns lands löggjafarþing og ekki orðið ágengt. Það sýnir, að velvild til dýranna er komin skemmra á leið hjá þeim en hér á landi.“ Hann er ekki stórorður, Tryggvi Gunnarsson, þegar hann fjallar um þá stórsigra ævi sinnar, sem jiessi stutta, en sögulega og menningarlega ærið merka frásögn gerir heyrinkunna. En hvort mundi honum ekki haía hlegið liugur í brjósti, jDegar hann getur þess, að Jtær þjóðir, sem hann hefur áður minnzt á oftar en einu sinni sent fyrirmynd íslend- inga um félagssamtök til dýraverndar og um löggjöf um Jjau efni, séu þá, Jregar allt kemur til skila, skemmra á veg komnar en íslenzka Jijóðin, dýra- verndunarlög þeirra séu, Jirátt fyrir áratuga félags- starfsemi, ekki eins fullkomin og þau íslenzku! Auðvitað hefur honum komið Jiað á óvart, sem gerzt hefur síðan Dýraverndunarielagið var stofn- að 1914, — og enn býr innra með honum uggur, en samtímis von, sem ekki á sér einungis rætur í aklraðs manns óskhyggju, Jirátt fyrir mörg von- brigði, heldur í hinni með afbrigðum heilbrigðu skynsemi og mannþekkingu, sem Tryggvi Gunnars- son var gæddur og ávallt stýrði kappi hans og eld- legum áhuga. Formáli hins síðasta heftis Dýravinar- ins hefst þannig: „Ánægju hef ég af því, Iive skoðun landsmanna hefur breytzt til batnaðar um meðferð á dýrum Jiau 30 ár, sem liðin eru, síðan Dýravinurinn bvrjaði ferð sína um landið. En samt verð ég að kannast við það, að framkvæmdirnar hafa breytzt minna en hugarfarið, einkum Jiegar litið er til heyásetn- ings á haustin og fyrirhyggjunnar fyrir vorharðind- unum. „En lmgsunin er til alls fyrst.“ Einkum er ég þahklátur fyrir það, sein mér er sagt, að á mörg- um heimilum séu mœðurnar farnar að láta börn sin hcra að lesa á Dýravininum. Það er einmitl sú rétta aðferð að innrœta börnunum strax á unga aldri velvild til dýranna. „Smekkur sá, scm kemst i ker, keiminn lengi cftir ber“.“ (Leturbr. mín, G. G. H.) Þarna víkur Tryggvi að því, sem hann hefur sýnilega skilið frá upphafi starís síns að dýravernd, svo mikla áherzlu sem hann lagði á, að einmitt ís- lenzkar konur helguðu sig málstað dýranna, þó að liann hafi ef til vill varla áttað sig á, að ein- mitt fólkið, sem fylkti sér um liið mikla hjartans mál hans árin 1914 og 1915, las sem börn og ung- lingar Dýravininn, t. d. frá 1893, með fyrstu snilld- arljóðum Þorsteins Erlingssonar um fuglana, fyrstu fíuðmundur Friðjónsson, ungur. dýrasögu Þorgils gjallanda, kafla úr hinum kyngi- magnaða fyrirlestri séra Ólafs Ólafssonar urn þarf- asta þjóninn, grein séra Jónasar sagnaskálds Jónas- sonar Menn og dýr og hina gagnmerku lokagrein Tryggva sjálfs Til minnis, en þetta fólk var enn börn og unglingar, þegar liið fyrra dýraverndunar- félag var stofnað i Reykjavik. Nú var það komið á manndómsár, en keimurinn tolldi enn við kerið. Nú var sem sé uppskerutíminn kominn. En svo var jiarna annað veigamikið atriði: Andi trúar á hin jákvœðu öfl lifsins — andi gróandans i þjóðlifi íslendinga — hafði hrifið hugina i rikara mteli en dœmi voru til áiður i allri okkar sögu. Það var engin tilviljun, hve glæst þau voru, hve örvandi og styrkjandi þau voru, aldamótaljóð stórskáldanna Þorsteins Erlingssonar, Einars Benediktssonar og Hannesar Hafstein, og Jiau höfðu sannarlega haft sín áhrif á opna hugi hins unga fólks í jiessti landi. / augum þeirra, sem stefndu fram með það i hug og hjarta „að elska, byggja og treysta á landið“ og trúðu þvi, að þá mundu „bretast harmasár þess horfna, hugsjónir rœtast...“, lrlaut dýraverndunin að verða veigamikill þáttur i uþþfyllingu hugsjóna þeirra um aukna hagsœld og menningu. D Ý R A V E R N D A RI N N 7

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.