Dýraverndarinn - 01.03.1965, Page 13
sérkennilegt að efnisvali, persónulýsingum og stíl,
ef liann hefði lagt stund á skáldsagnaritun á bezta
skeiði ævinnar og gel'izt sæmilegt tóm til slíkra
starfa. Hann lézt árið 1945 eftir meira en tveggja
áratuga heilsubrest.
Þegar hann hætti ritstjórn Dýraverndarans, vald-
ist til hennar Einar Einarsson Sæmundsen skógar-
vörður. Hann var fæddur austur í Jökulsárlilíð á
Fljótsdalshéraði árið 1885, en ólst upp í Vopna-
lirði. Tvítugur fór hann utan og nam í þrjú ár
skógrækt í Danmörku, varð síðan skógarvörður á
Vöglum í Fnjóskadal, en frá 1910 á Suðurlandi og
átti lengstum heima í Reykjavík. Hann lézt árið
1953. Einar var mikill vinur dýranna og alls, sem
lifir og grær. Hann var gleðimaður og eignaðist
marga vini, hvar sem leiðir lágu, var listhneigður
og ljóðelskur, hagmæltur og hraðkvæður og gæddur
ljóðrænni gáfu, sem trúlega hefði gert hann að
ljúfu og vinsælu ljóðskáldi, ef hann hefði lagt rækt
við hana. Hann var og leikinn og lipur á óbundið
mál. Hestum unni hann allra dýra mest og var
hestamaður af nautn og list. Eiggja eftir hann bæk-
ur um hesta og hestamennsku, og hann safnaði
hestavísum.' Að honum látnum kont út eftir hann
löng skáldsaga, Sörli, sem fjallar á sérstæðan hátt
um hest, er var mikið, en viðkvæmt efni í kosta-
grip. Einar skrifaði og frásagnir, smásögur og grein-
ar í blöð og tímarit.
Einar var tvisvar ritstjóri Dýraverndarans, fyrst frá
og með árinu 1930 og þangað til á miðju ári 1937,
að liann liætti sakir heilsubrests, síðan aftur árin
1944—1946. Hann þekkti margt manna, sem höfðu
Jón Pálsson, banka-
gjaldkeri og jra'ði-
maður.
Simon Jáh. Agústs-
son, prójessor og
rithöfundur.
yndi af dýrum, og varð honum vel til um efni í
blaðið, en sjálfur skrifaði hann lítið í það og virð-
ist hafa íorðazt deilur, enda maður óáleitinn og
þrátt fyrir létt og glatt lijal í rauninni á þann hátt
hlédrægur, að honum virtist mjög éteiginlegt að
flíka því í bundnu máli sem óbundnu, sem honum
var viðkvæmt og hann hafði lagt mesta rækt við —
þótt stundum léti hann til þess leiðast í þröngum
hópi vildarvina. Ef til vill hefur honum fundizt
svo rnikið tómlæti ríkjandi hjá þorra manna á rit-
stjórnarárum hans um dýravernd og auknar að-
gerðir á jjeim vettvangi, að honum hafi virzt hann
mundu aðeins vinna fyrir gíg, el' hann legði til-
finningar sínar og skaphita í skrif um þau ntál.
Þá er Einar E. Sænmndsen varð að hætta ritstjórn
Dýraverndarans árið 1937, tók við henni maður,
sem átti að baki langa ævi þrotlauss starfs í þágu
félagslegrar framvindu á ótrúlega mörgum sviðum,
meðal annars í Jjágu dýraverndar. Það var Jón
Pálsson, lengi gjaldkeri Landsbanka íslands í
Reykjavík. Hann var fæddur í Syðra-Seli við Stokks-
eyri árið 1865 og starfaði, unz hann var maður liáll-
fimmtugur, sem kennari og skrifstofumaður á
Stokkseyri og Eyrarbakka, en liuttist síðan til
Reykjavíkur. Bæði eystra og síðan í Reykjavík
sýndi hann frábæran áhuga á þjóðnýtum fræðslu-
og líknarstörfum og vann að þeim af einstæðri ósér-
plægni og atorku. Meðal annars stofnaði hann ár-
ið 1934, þá nær sjötugur, luglavinafélagið Fönix,
þar sem hart nær sjö tugir drengja kynntu sér undir
hans handleiðslu líf íslenzkra fugla og unnu að
fuglavernd, og starfaði ]jað félag árum saman, þótt
D V RAV ERNDARINN
13