Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Síða 23

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Síða 23
tækjum til þess að rata leiðina frá Evrópu suðtir í Persaflóa. Olíuflákarnir eru fullnægjandi vegvísir." I»að ætti að geta orðið öllum ljóst af svona brcf- kafla, hvert nauðsynjamál það er, að tekið verði fyrir olíumengun sjávar, og er það ekki aðeins von, heldur vissa dýraverndunarsamtakanna, að ekki verði látið hjá líða að fara fram á, að rússnesku olíuflutningaskipin losi ekki olíu í sjóinn nær landi en til er tekið í Lundúnasamþykktunum. Ennfremur er sú krala sjálfsögð, sem hér að framan getur, að alls ekki verði gerðir samningar um olíuflutninga frá Ráðstjórnaríkjunum, án þess að tryggilega sé frá því gengið, að þessar samþykktir verði virtar. Ritstjóri þessa blaðs veit ekki til, að ísland hafi tekið upp neitt mál á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. En væri nú ekki vel til fallið, að hið íslenzka eyríki hefði þar forustu um ályktun, sem að minnsta kosti fæli í sér eindregna áskorun til aðildarríkj- anna um að taka fyrir alla olíumengun sjávar. Það mundi hafa verið sjálfur Kennedy Bandaríkjafor- seti, sem lét sér þau orð um munn fara, að fram- tíðarvonir mannkynsins urn lífsviðurværi hlytu að grundvallast á þeim möguleikum, sem kvnnu að feiast í hafdjúpunum. REGLUR um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu 1. gr. Ákvæði alþjóðasamþykktar lrá 12. maí 1954, um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu, skulu ná til allra íslenzkra skipa, að því er varðar losun á olíu og olíumenguðum sjó, innan þeirra bann- svæða, sem samþykktin ákveður. 2. gr. Olíustöðvar í landi, smurstöðvar og verksmiðjur, skulu sjá svo um, að frá þeim komist engin olía eða olíumengaður vökvi til sjávar, hvorki beint né óbeint, gegnum holræsi eða á annan slíkan hátt og skulu ákvæði alþjóðasamþykktar þeirrar, sem uni getur í 1. gr., gilda um olíustöðvar í landi, smur- stöðvar, verksmiðjur og aðra slíka starfsemi, eftir því sem við á. 3. gr. Skipaskoðunarstjóri hefur eftirlit nteð frarn- kvæmd reglna þessara og skal hann hafa sarnráð við olíufélög, skipafélög, samtök iðnrekenda, hafnaryf- irvöld, Dýraverndunarsamband íslands og Náttúru- verndarráð um ráðstafanir til að lyrirbyggja óhreinkun sjávar af völdum olíu og framkvæmd reglna um slík efni, eftir því sem ástæða Jjykir til. 4. gr. Brot gegn þessurn reglurn varða sektum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum ákvæðum. 5. gr. Reglur þessar öðlast þegar gildi. Reglur Jjessar eru settar samkvæmt 3. gr. laga nr. 101 28. desember 1961, um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að staðfesta fyrir íslands hönd alþjóðasam- Jjykkt um að lyrirbyggja óhreinkun sjávar af völd- um olíu og setja reglur um frekari varnir gegn slíkri óhreinkun sjávarins, og birtist til eftirbreytni öllum Jjeim, sem hlut eiga að rnáli. Samgöngumálaráðuneytið, 30. októbef 1964. Emil Jórisson. Brynjólfur Ingóltsson. Þó að 5 mánuðir séu liðnir frá staðfestingu þessarar reglugerðar, birtist hún ekki fyrr ett í síðasta hefti Stjórn- artíðinda. G. G. H. DÝRAVERNDARINN 23

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.