Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Qupperneq 6

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Qupperneq 6
Friðun- verndun Sólmundur Einarsson Síffræðingur hefur skrifað þessa grein fyrir Dýraverndarann. Hann hefur áður skrifað fyrir Dýraverndarann, en í 3. lölublaði þessa árs, ritaði hann mjög fróðlega grein um hreindýr. Oft og mikið hefur verið rætt um friðun ýmissa svæða, tegunda dýra og fugla og er það ágætt á þess- um róstursömu tímum. Annað er það að slíkar frið- anir skulu gerðar að rannsökuðu máli, þannig að vissa geti fengizt fyrir því að hún sé réttmæt, á ég aðallega við líffræðilega friðun. Mörg eru þau dæmi um að friðun dýra hafi gagnhverf áhrif, t. d. er það velþekkt að Kanadamenn hafa friðað stór svæði fyrir þjóð- garða og þar af leiðandi allar veiðar hjartadýra á þeim slóðum. Arangur þeirra friðunar hefur orðið sá að stofnunum fjölgaði svo ört að dýrin féllu í þúsunda tali og það beinlínis úr hungri þar eð beitin brást. Nú má ekki skilja þetta þannig að ég sé andvígur hvers konar friðun heldur hitt að ég sé hlyntur grundvelli fyrir velheppnaðri friðun. Sí og æ koma upp háværar raddir sem fordæma ýmsar veiðar dýra um allan heim og sér í lagi hafa selveiðar borið oft á góma. Selveiðar eru aðallega smndaðar af Norðmönnum og Kanada- mönnum og aðeins skinn og spik þessarra dýra nýtt, skinnin til að klæða kvenfólkið. Ég hef sjálfur kynnt mér veiðiaðferðir Norðmanna og komist að raun um að mannúðlegri drápsaðferð á dýrum er vandleitað. Til þessarrar veiða nota þeir haka á löngu skafti og eru dýrin rotuð fyrst og síðan er hakanum snúið við og Sólmundur Einarsson við rannsóknarstörf. oddurinn rekinn í gegnum hauskúpuna og fær dýrið bráðan bana (ekkert ósvipað þeirri sláturaðferð er not- uð var hér á landi). Mikill úlfaþymr kom upp í þessu máli er blaðið Le Match í Frakklandi fékk tvo Kanada- menn til að flá kóp lifandi í blóðpolli á hvítum ísnum og af því teknar litmyndir er sendar voru um allan heim með yfirskrift að þannig væri selurinn drepinn í ísnum. Auðvitað var þetta fordæmanlegt og hafði mjög mikil áhrif á fjölda fólks. Stofnuð voru samtök manna um alla Evrópu sem unnu gegn seladrápi og veittust gegn þeim þjóðum er þær stunda. Frakkar, Italir og Englendingar voru fremstir í flokki andstæð- inganna. Nú er því og þannig farið að auðveldara er að sjá flísina í auga bróður síns en bjálkann í sínu eigin og þannig var þessu farið með þessar þjóðir. Vel- kunnugt er að Frakkar ala upp gæsir. Til að fá sem stærsta lifur, sem notuð er til kæfugerðar, troða þeir í gæsirnar matnum en þær eru tjóðraðar að staðaldri. Englendingarnir (Enski aðallinn) stunda enn refaveið- ar á hestbaki og nota við veiðarnar ógrynni hunda sem elta bráðina þar til hún er að niðurlotum komin og rífa hana á hol. Islendingar eru heldur ekki varhluta ómannúðlegrar drápsaðferðar og á ég þar við hvernig kópurinn er veiddur hér við land, honum er hreinlega drekkt í þar til gerðum netum. Einnig má benda á það að af sumum refaskyttum er notaður yrðlingur sem er látinn skrækja með öllum hugsanlegum brögðum til að fá foreldra hans út úr greninu. Þetta er auðvitað allt viðkvæmnismál og þarf að kanna málið frá öllum hlið- um áður en það er tekið til meðferðar. Ég ætla því hér ekki að koma með neinn ágreining og ber ekki að 94 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.