Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Qupperneq 10

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Qupperneq 10
jv SIGURÐUR SIGURÐSSON MINNIMG t Sigurður Sigurðsson var fæddur á Hálsi í Kinn 9- júní 1896. Andaðist á Hrafnistu 1971 75 ára. Frá 1946 til dauðadags, taldi hann sér heimili hjá mér á Landa- móti, eða 25 ár. En dvaldi ekki hjá mér að ráði. Síð- ustu 15 árin, áður en hann fór á Hrafnistu dvaldi hann á Halldórsstöðum, og naut þar umhyggju hjá góðu fólki. Mér er það ljúft, að minnast með nokkrum línum, þessa burtflutta félaga. Við vorum á líku reki. Báðir aldir upp hér í sveit, og unnum meira og minna saman, um hálfrar aldar skeið, og vorum góðir vinir. Sigurður missti föður sinn mjög ungur. Móðir hans var heilsulaus, og gat ekki haft drenginn hjá sér, nema til 8 eða 10 ára aldurs. Þá var hann svo lánsamur, að hjónin í Hriflu Jón Kristjánsson og Rannveig Jóns- dóttir foreldrar Jónasar frá Hriflu og Kristjáns og Friðriku ljósmóður Fremstafelli, tóku hann, og komu honum til þroska. Þegar hann fór úr Hriflu, varð hann vinnumaður í Fremstafelli um nokkur ár. En upp úr því fór hann að stunda smíðavinnu, því Sigurður var að eðlisfari vel hagur. Svo jókst honum þroski og reynzla, og brátt var hann orðinn það fær, að hann lagði miðstöðvar í mörg hús, og stóð fyrir byggingum nýrra húsa. Sigurður var aldrei á neinum skóla. En þó var hann alltaf á skóla. — Skóla lífsins. Þar lærði hann þau hagnýtu fræði, r.ð beita hamri og sög. Sigurður var vel meðalmaður að vexti. Með svart hrokkið hár, og mórauð greindarleg augu. Mjög hæg- látur í allri framgöngu. Fámáll. Hann gat verið þykkjuþungur, ef honum mislíkaði við einhvern. Mun hann hafa átt erfittt með að gleyma. En orð voru eng- in notuð. En frekar sniðgengin viðkomandi persóna. En það fólk sem honum líkaði, var hann tryggur og hlýr. Þá er eftir sá þáttur í sögu Sigurðar sem gengur eins og rauður þráður í gegnum allt hans líf. Það var ást- in á dýrunum. Það var sama, hvort það var hundur, læða, hestur eða kind. Að strjúka þessi dýr, klóra þeim og kjassa, var hans mesta yndi. Og dýrin skyldu þetta, því þau hændust svo mikið að honum. Kindin kom til hans, og bauð fram vangann til atlota. Ég hef þekkt fleiri menn, sem hafa látið hlýju sína streyma til dýr- anna sem okkur er trúað fyrir. Ég held að þessir menn, hafi verið einmana í uppvextinum og ekki notið þeirrar hjartahlýju, sem er svo nauðsynleg, á meðan bernsku- árin líða. En hjartað er alltaf á réttum stað. Það þarf bæði að meðtaka, og einnig að gefa. Og það er góður og sterkur þáttur í lífi hvers manns sem sýnir húsdýr- unum okkar alúð og skilning. Mér kom því ekki ú óvart, sú ráðstöfun Sigurðar, að ánafna Dýraverndun- arfélaginu eigur sínar, í því trausti, að dýrin nytu þess á einhvern hátt. Þá er vert að geta þess, með þökk í huga, að Sigurður gaf heimavistarbarnaskólanum á Stórutjörnum, allar sínar bækur. Var það allmikið bókasafn, og því virðu- leg gjöf. Vinir og kunningjar senda Sig. Sigurðssyni beztu óskir frá heimbyggðinni. Sigurður Geirfinnsson, Landamóti, Ljósavatnshreppi, S.-Þingeyjarsýslu. 98 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.