Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 12

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 12
Erlingur Þorsteinsson: Sólskrikjusjóður Móðir mín, Guðrún Jónsdóttir Erlings, sendi Dýra- verndunarfélagi Islands dálitla peningagjöf á sjötugs- afmæli sínu árið 1948. Hún mæltist til þess við félag- ið að með þessu fé yrði stofnaður sjóður og nefndur Sólskríkjusjóður. Skyldi félagið varðveita hann í sín- um vörzlum í minningu eiginmanns hennar, Þorsteins Erlingssonar skálds, sem var, eins og kunnugt er, mik- ill dýravinur, einkum og sér í lagi unnandi og aðdá- andi fuglanna, eins og sjá má í mörgum kvæða hans. Eg minnist þess að móðir mín gaf fuglunum lengi vel haframjöl, hrísgrjón og brauðmylsnur, en á seinni árum þegar hún fór að kaupa fuglafóður í stærri stíl varð fínkurlaður mais fyrir valinu. Það er sjálfsagt gott fóður, en mikið af því er svo fíngerður salli að hann nýtist ekki og innanum svo stór korn að smá- fuglar ráða ekki við þau. Um tíma fluttist hingað milo- korn, sem fuglarnir virtust sólgnir í. Kornin eru á stærð við lítil sagogrjón. Það er ekki lengur til hér og erfitt eða ómögulegt að fá það nema ósekkjað og í stórum stíl. Við erum þó að kanna möguleika á að fá flutt hæfilegt magn. Auk þess er verið að gera til- raunir hér með að framleiða kurlaðan mais með heppilega kornastærð og sallalausan. Til þess að fuglarnir svelti ekki á meðan á þessum tilraunum stendur höfum við látið pakka nokkru af heilu hveiti og völsuðu byggi blönduðu saman. Það er fullgróft fóður, en borðast samt, þó það gangi hægar en þegar smágerðara korn er á borð borið. Tilgangur Sólskríkjusjóðsins er eins og ég gat um að kaupa korn og dreifa því ókeypis til þeirra, sem vilja gefa smáfuglunum, þegar þröngt er í búi hjá þeim. Sum fegurstu ljóð Þorsteins eru um fuglana eins og t.d. „Sólskríkjan", sem flestir Islendingar læra í bernsku. I kvæðinu „Vetur" lýsir hann lífsbaráttu smáfugl- anna í vetrarhörkum og hvetur fólk til að gefa þeim á fönnina. Á æskuheimili mínu í Þingholtsstræti 33, var snjó- tittlingunum jafnan gefið, er jarðbönn voru á vetrum. Frá því ég fyrst man eftir mér vandist ég því sem sjálfsögðum hlut að fuglunum skyldi gefið. Eg man lítið eftir föður mínum, því að hann dó, er ég var aðeins þriggja ára gamall, en móðir mín sagði mér að hann hafi lagt mikla áherzlu á að alltaf væti eitthvað handa fuglunum að borða á túnblettinum bak við húsið, enda brást það sjaldan. Þorsteinn var einnig mikill kattavinur og var víst löngum köttur á heimilinu. En eins og margir kannast við er nokkrum vandkvæðum bundið að hæna að sér fugla þegar fólk hefur hjá sér kött og fékk faðir minn líka að kenna á því. Sagði mamma mér sögu af því að hann hefði stundum átt í brösum við kisu og þurft að eltast við hana, þegar hún slapp út á meðan fuglarnir voru að borða. Hefði hann þá oft talað við kisu og brýnt fyrir henni að hún ætti að halda sér frá fuglunum og lofa þeim að borða í friði. Einhverju sinni á hann að hafa sagt, að nú væri hún kisa sín orðin svo menntuð, að hún snerti ekki við fuglunum. Eftir lát föður míns hafði mamma kött á heimilinu í allmörg ár og gekk það slysalaust lengi vel. En köttur kemur í kattar stað og eitt sinn fengum við nýjan kött, sem ekki tókst að „mennta" svo vel sem skyldi, því hann slapp út frá okkur oftar en einu sinni og réðst á fuglana. Mig minnir að hann hafi drepið tvo eða þrjá fugla. Þetta varð til þess að við losuðum okkur við kisu og upp frá því var ekki köttur á heimilinu. Við söknuðum þess að hafa engan kött, en okkur var svo sárt um fuglana, að við vildum heldur vera án hans. Eins og ég gat um, stofnaði móðir mín Sólskríkju- sjóðinn, þegar hún varð sjötug og var tilgangurinn sá, að sjóðurinn keypti fuglakorn eftir því sem efni leyfðu og útbýtti til þeirra, sem vildu hafa fyrir því að gefa fuglunum, þegar á þyrfti að halda. Á meðan móðir mín lifði reyndi hún eftir megni að afla sjóðnum tekna með útgáfu jólakorta og minningarspjalda prýddum myndum, sem nokkrir af mætustu listamönnum okk- ar höfðu gert í þessu augnamiði. Á jólakortin voru auk þess prentaðar vísur úr ljóðum Þorsteins um fugl- ana. Eftir lát móður minnar 1960, hefi ég leitast við að halda þessu áfram og hefi notið ómetanlegrar hjálp- ar formanns Dýraverndunarfélags Reykjavíkur, Mar- teins Skaftfells, í því starfi. Hann hefur unnið mikið og vel að útgáfu og sölu jólakortanna, sömuleiðis að útvegun og dreifingu fuglafóðurs. Við höfum látið 100 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.