Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 16
Búfjárhald og
búfjársjúkdómar
á Islandi
Kafli sá sem hér birtist í lauslegri þýSingu, er tek-
inn úr alllangri ritgerð eftir Snorra Jónsson, dýralækni.
Ritgerðin kom út í danska dýralæknaritinu Tidskrift
for Veterinœrer árið 1879■
Höfundurinn, Snorri Jónsson, var Austfirðingur,
fæddur í Papey 27. iúní 1844- Snorri var tekinn í
Dýralæknaskólann í Kaupmannahöfn 1865 og lauk
prófi þaðan 1870. Var hann skipaður dýralœknir Suð-
uramtsins og gegndi því embætti til ársins 1874, er
hans var ekki talin þörf lengur. Pluttist hann þá aust-
ur i Papey og bjó þar til æviloka, en Snorri dó 4-
nóvember 1879. Eftir Snorra liggja allmargar grein-
ar um búfjársjúkdóma, einkum fjárkláðann. Aður
hafði einn Islendingur, Teitur Finnbogason, lokið
dýralæknisprófi, árið 1833, og er á hann minnzt í
þessum kafla.
Grein þessi bregður upp allskýrri mynd af aðbúð
hrossa hér á landi fyrir nær hundrað árum síðan. En
það ber að hafa í huga, að í þeirri hörðu lífsbaráttu
sem þjóðin háði, var engu hlíft, hvorki mönnum né
málleysingjum.
Kvefpest eða slímhimnubólga í öndunarfærum,
sem eru svo algengir meðal hesta í norðlægum löndum
Evrópu, eru sjaldgæfir meðal íslenzku hestanna. Sú
slæma meðferð, sem hestarnir fá yfirleitt, gerir þá
auðvitað einnig harðgerari og síður móttækilega fyrir
áhrifum veðurfarsins.
Hvorki hrossakvef (snívi), hálseitlabólga né háls-
bólgukennd hálsmein hafa nokkru sinni sézt hér. Slíkt
má álíta, að sé sterk sönnun þess, að þessir sjúkdómar
kvikni ekki af sjálfu sér, þar eð það er varla líklegt,
að aðstæðurnar hérna geri hestana ómóttækilega fyrir
slíkum sjúkdómum.
Miltisdrep (miltisbrandur) er eini smitandi sjúkdóm-
urinn að því er ég veit bezt, sem fram hefur komið
meðal íslenzkra hesta. Hann kom fram sem farsótt í
nágrenni Reykjavíkur í nóvember árið 1870 sem milt-
isbruni. Annars hefur hann aðeins komið fram sem
einstök tilfelli. I Tímariti dýralækna (Tidsskr. for Vet.)
árið 1874 er stutt lýsing á þessu sjúkdómsfyrirbrigði á
Islandi.
Heysótt er mjög algengur sjúkdómur meðla reið-
hesta. Það 'er astmasjúkdómur, sem orsakast í flestum
tilfellum af lungnaþembu. Orðið heysótt er dregið
af því, að sjúkdómurinn kemur aðeins fram, þegar hest-
urinn er á húsi, einkum þegar hann er fóðraður á
mygluðu eða illa þurrkuðu heyi. Sé heyið bleytt, á
hesturinn ekki eins erfitt um andardrátt. Og því heldur
fólk almennt, en ranglega, að slíkt hafi áhrif á sjálfan
sjúkdóminn.
Flestir hrossasjúkdómar eru kallaðir einu nafni
„hrossasótt", og er þá næstum alltaf átt við iðrakveisu.
Þessi sjúkdómur er einnig fremur tíður hjá hestunum.
Einkum er sandsótt mjög algeng sums staðar. I hesti
einum, sem ég sá deyja úr þessum sjúkdómi, var stór-
langinn alveg úttroðinn af sandi. Eg hef ekki haft tæki-
færi til þess að rannsaka, hvort ormagúlpur sé í tengsl-
um við iðrakveisuna hér á landi. Ormar eru álitnir
vera fremur tíðir í folöldum og ungum hestum, þótt
óvíst sé, um hvaða tegundir er að ræða, og almenningur
hreinsar þá af ormunum með því að gefa þeim mikið
af gamalli sýru.
Eg minnist þess frá námsárum mínum, að prófessor
Bagge varaði okkur oft við því að gefa íslenzkum
hestum liljulyf (aloe), þar eð það væri reynsla hans,
að þeir þyldu ekki það lyf og fengju oft þarmabólgu
af slíkri inngjöf. Eftir heimkomu mína til Islands var
ég því í fyrstu mjög varkár, hvað snerti notkun slíks
lyfs við hrossasjúkdómum, en síðar hef ég alltaf gefið
það, þegar um þarmateppu hefur verið að ræða, jafn-
vel 30 gramma skammta, ásamt glaubersalti, án þess
að slíkt hafi haft nokkur skaðvænleg áhrif. Hrossa-
eigendur hafa einnig tilkynnt mér, að þeir hafi gefið
þessum litlu hestum jafnvel stundum tvöfalt stærri
skammt af lyfi þessu, án þess að þeir hafi haft nokkuð
illt af því. Þær gerbreytm aðstæður (meiri og ná-
kvæmari umönnun og mildara loftslag), sem Islenzki
hesturinn lifir við, eftir að hann er kominn til Dan-
merkur, virðast því gera hann viðkvæmari.
104
DÝRAVERNDARINN