Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Page 17

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Page 17
í Fljótsdal á Austurlandi verður stundum vart við hrossafarsótt, sem virðist koma fram í sjúkdómi í mænu og líkist langvarandi eða ólæknandi (króniskri) mænuveiki, þar eð hesturinn lamast fljótlega, einkum á afturfótum. Sjúkdómurinn getur staðið í nokkra mánuði, og dregur þá mjög af hestinum. Annaðhvort deyr hann eða hann læknast af sjúkdómnum. Sjálfur hef ég aldrei séð dæmi um sjúkdóminn, en því er haldið fram, að hann sé ekki smitandi, og hann virðist vera staðbundinn við Fljótsdalinn. Mar í góm milli faramtanna og jaxla og sár á tungu eru mjög algengir kvillar meðal íslenzkra hesta. Þessir kvillar orsakast að nokkru leyti af þeim algenga ósið að teyma hesta einkum þá, sem eru baldnir, í snæri, sem hnýtt er upp í hestinn utan um neðri kjálkann, og klemmdist tungan þá oft undir snærinu. Ég hef oft séð tungu hests alveg sundurskorna eftir slíka meðferð. Gelding graðhesta er falin sjálfskipuðum geldingar- mönnum, og það eru aldrei notaðar klemmur við hana. Hún er yfirleitt fólgin í því að binda um sáð- strenginn og skera á hann fyrir neðan fyrirbandið eða skera einfaldlega burt eistun án nokkurs fyrirbands. I fyrra tilfellinu kemur oft fram ofsaleg bólga með öll- um hennar afleiðingum. Og í síðara tilfellinu er um að ræða mikinn blóðmissi, sem menn setja þó síður fyrir sig, þar eð þannig er komizt hjá bólgunni. Þriðja geld- ingaraðferðin er mjög sérkennileg. Segja má að eistun séu flysjuð út. Hún er framkvæmd á hestinum stand- andi, án þess að hann sé bandaður áður. Geldingar- maðurinn nálgast hestinn varlega, þar sem hann stend- ur á beit í haganum, gælir svolítið við hann til þess að róa hann, tekur sér síðan stöðu aftan við hann, stingur annarri hendinni inn á milli afturfóta hans og grípur um punginn og heldur hestinum þannig kyrrum. Með hinni hendinni gerir hann skurð í punginn, þrýstir eistanu fram, í gegnum skurðinn, og með þumalfing- urnögl flysjar hann nú eistað burt eða mer það af, en þó aldrei með því að kippa í. Og hann gerir þetta á þann hátt, að eistnalyppan verði eftir. Eins og svo far- ið að með hitt eistað. Það eru aðeins fáir, sem kunna að gelda á þennan hátt, og þess háttar geldingarmenn eru mjög eftirsóttir, því að árangurinn af slíkri geldingu er sagður vera mjög góður í öllum tilfellum, þegar hún er vel framkvæmd. Eigandinn og aðrir viðstaddir eru auðvitað mjög hrifnir af því, af hve miklu öryggi og hve fljótt þessi aðgerð er yfirleitt framkvæmd, og einkum af þeirri staðreynd, að jafnvel óstýrilátir grað- hestar skuli alltaf standa grafkyrrir, líkt og fjötraðir á íslenzkur hestur. staðnum, án þess að þeir séu bundnir á nokkurn hátt, meðan geldingarmaðurinn framkvæmir aðgerðina. Ég hef einu sinni séð þessa aðgerð framkvæmda á eins árs fola, og ég get ekki neitað því, að ég var undrandi yfir því, á hversu öruggan og skjótan hátt hún var framkvæmd. Geldingin fer fram á mildasta tíma sumarsins. Hest- unum er alltaf sleppt á beit, strax eftir að aðgerðinni er lokið, og eru alveg látnir eiga sig. Klums kemur alloft fyrir, einkum hjá folaldsmerum og þá einkum þegar þeim hefur verið riðið svo hratt, svo að þær hafa kófsvitnað, og þær eru svo látnar standa bundnar á hlaðinu án nokkurrar yfirbreiðslu, meðan reiðmaðurinn nýtur kaffis síns inni í bæ. Þá DÝRAVERNDARINN 105

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.