Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Síða 20

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Síða 20
til hins litla og visnaða grass undir klakanum, eða þegar ekkert þang er að finna í f jörunni (en það er aðalnæring þeirra að vertinum). Maður sér þá þessi vesalings smávöxnu, hungruðu dýr reika döpur um götur bæjarins, svalandi hungri sínu á fiskbeinum og öðrum slíkum úrgangi, sem kastað er úr húsunum. Þeir hópast utan um brunndælurnar án þess þó að fá svalandi vatnsdropa, nema þegar einhver vorkennir þeim einstaka sinnum og gefur vatnsberunum ómaks- laun fyrir að setja vatnsfötu fyrir þá. A sumrin eru þeir svo leigðir skemmtiferðamönnum og eru þá látnir strita óspart til þess að vinna eigendum sínum inn eins mikið af peningum og mögulegt er. Af hálfu yfirvaldanna er ekkert gert til þess að hafa hemil á þessum ósóma. Þvert á móti hefur tilraun- um þeim, sem einstaka menn hafa gert til þess að vinna gegn þessari illu meðferð dýranna, verið tekið talsvert illa af yfirvöldunum. Ég ætla að leyfa mér að nefna nokkur dæmi til lýsingar á ástandinu hérna. — Fyrir nokkrum árum gerðist það dag einn í kauptíð- inni, að dr. Hjaltalín landlæknir í Reykjavík kom heim til mín og sagði frá því, að á götum bæjarins hefði hann séð hest, sem væri svo illa haldinn af kýli á hryggnum, að það væri helber skömm að láta alla þá aðkomumenn, sem þá voru staddir í bænum, sjá hann, og að það væri þar að auki algerlega óleyfilegt að nota hann sem burðardýr. Ég leit strax á hestinn og sá, að hann var með mjög stórt kýli í herðakamb- inum, og úr því rann bæði blóð og gröftur. Hestinn átti bóndi einn, sem bjó rétt fyrir utan Reykjavík, en sýslumaður (lögreglustjóri) þess staðar er búsettur í Reykjavík. Ég tilkynnti bæjarfógeta nú málið, en hann vísaði því til sýslumannsins, þar eð hesturinn var úr umdæmi hans. Sýslumaðurinn lýsti því aftur á móti yfir, að málið kæmi honum alls ekki við, þar eð hest- urinn væri um þessar mundir í umdæmi Reykjavíkur. Og við þetta bætti hann mjög viðeigandi athugasemd. Hann sagði, að allt búfjárhald á Islandi einkenndist af illri meðferð og misþyrmingu dýra, og því væri það ekki ómaksins vert að vera að fást við eitt einstakt tilfelli af því tagi. Eftir að ég hafði gengið nokkrum sinnum frá sýslumanni til bæjarfógeta og frá bæjar- fógeta til sýslumanns án nokkurs árangurs, varð end- ir málsins sá, rð bóndinn, sem var einkar samvinnu- fús, lofaði samkvæmt tilmælum mínum að nota hest- inn ekki ,fyrr en hann væri læknaður af kýlinu. En ég hef ekki gengið úr skugga um það síðar, hvort hann stóð við orð sín. í annað skipti kom einn af íbúum Reykjavíkur til sama sýslumanns með gamla, vesæla hryssu, sem hann hafði náð í á götu bæjarins. Hún var illa far- in af sárum á báðum síðum og hrygg, og hann lagði áherzlu á það við sýslumanninn, hversu rangt það væri að leyfa, að skepna svo útleikinn væri notuð til vinnu. Sagt er, að þessi sómakæri bæjarbúi hafi nú verið skammaður svo rækilega fyrir að blanda sér í mál hins opinbera, að hann hafi álitið sig vera knúinn til þess að fara í meiðyrðamál við sýslumanninn. Þáverandi stiftamtmaður skipaði nú sýslumanninum að láta mig líta á hryssuna, en það var ekki komið með hana til mín fyrr en eftir viku. Þá var hún enn í mjög slæmu ásigkomulagi, og sárin á báum síðum og herðakambi voru enn ekki gróin að fullu. Ég lýsti því þess vegna yfir, að hryssan væri ekki brúkunarhæf, en ég veit ekki, hvort nokkurt tillit hefur verið tekið til þess úrskurðar, því að mér var ekki sýnd hryssan framar, og lognaðist málið þá út af. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af ótal svipuðum. Daglega sér maður, að hestar, sem eru illa til reika eftir hnakksæri og af annars konar sárum, eru not- aðir til reiðar og burðar. En þótt þessi vesalings smá- vöxnu dýr séu svo vanhirt, er það yfirleitt undravert, að þau skuli búa yfir slíkum krafti og þoli. Jafnvel fol- aldsmerar eða öldruð hross, sem farið er að halla und- an fæti fyrir, eru á ferð dögunum saman í löngum, ógreiðfærum fjallvegum með fullvaxinn mann eða 200—250 punda byrði á bakinu. Og þau eru svo fót- viss, að margur fótgangandi maður, laus við hvers kon- ar byrði, á erfitt með að klöngrast áfram, þar sem þessir litlu hestar komast leiðar sinnar með fulla byrði án þess að hnjóta. Væri sýnd dálítið meiri umhyggja við rækt- un, uppeldi og umhirðu íslenzka hestsins, yrði hann örugglega alveg frábær í sinni röð. Útigönguhross. 108 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.