Dýraverndarinn - 01.12.1972, Page 23
félagi Reykjavíkur, Dýraverndunarfélagi HafnarfjarS-
ar og Hundavinafélagi Islands.
Næstur talaði Ásgeir Guðmundsson og taldi að
dýravernd næði yfir öll dýr, þó hann væri hér fyrir
Hundavinafélagið, og ekki mætti ganga á rétt hunds-
ins og skoraði hann á alla fundarmenn að styðja
Hundavinafélagið.
Þórður Þórðarson svaraði spurningum viðvíkjandi
því hvort öll félög í sambandinu hefðu sent fulltrúa.
Hann sagði að dauft væri yfir sumum félögunum.
Hann svaraði Jakob nokkrum orðum viðvíkjandi
stjórnarfundum, sem deilur hefðu orðið um. Hann
taldi að góð meðferð á öllum dýrum væri aðal at-
riðið og bæri sambandinu að halda vörð um þá hug-
sjón. Þórður taldi að fleiri fundir hefðu verið haldnir
á þessu ári, en á árinu á undan. Þórður skoraði á fund-
inn, að fundin yrði sameiginleg lausn fyrir alla, sem
allir mættu vel við una.
Gunnar Már Pétursson minntist á, að hann hefði
verið á fyrsta stjórnarfundinum, sem haldinn var fyrst
í marz-mánuði. Hann stakk upp á því, að stjórnar-
fundir væru haldnir ákveðna daga, einu sinni í mánuði
til dæmis. Gunnar ræddi málin vítt og breitt.
Þórður Þórðarson taldi hæpið að ákveða vissa daga
sem fundardaga, slíkt væri erfitt.
Jakob Jónasson lýsti því yfir að hann mundi bera
fram ákveðna tillögu, þegar þar að kæmi. Hann
minnti á að S. D. I. hefði á sínum tíma mælt með
drápi á hundum í Reykjavík. Jakob taldi að hunda-
málið væri aðalmál þessa fundar. Málið hefði sannar-
lega vakið mikla athygli milljóna manna um heim
allan.
Gunnlaugur S. E. Briem bað um sundurliðun á rit-
launum og útgáfukostnaði Dýraverndarans og ræddi
sérstaklega um útgáfukostnað og útgáfuhugsjón blaðs-
ins. Hann minntist á hælismálið fyrir dýr, og hvort
nokkuð hefði spurzt af því. Hann spurði hverjir hefðu
sótt um að gerast ritstjórar Dýraverndarans.
Hilmar tók undir að aðalatriðið væru peninga-
málin, ekkert væri gert án þeirra. Hilmar svaraði
spurningum Gunnlaugs Briem.
Þórður Þórðarson sagði að umsókn lægi fyrir um
skotvopnasköttun til Alþingis, en ekkert hefði gerzt
í því máli ennþá, það vantaði að fá þingmenn í málið.
Skýrsla stjórnarinnar var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
Næst fóru fram skýrslugerðir einstakra sambands-
félaga.
Ólafur Ág. Ólafsson gaf skýrslu Dýraverndunarfé-
lags Kjósarhrepps. Engin stór mál komu upp í félag-
inu. Skoðun hans og hans félags er að vinna beri að
friðun rjúpunnar allt árið. Einnig taldi hann að mink-
urinn mundi gera mikinn usla í dýralífi, því sannað
væri, að hann slyppi út úr búrunum. Olafur taldi að
gera yrði börnum og unglingum í Reykjavík mögu-
leika á að kynnast dýrum meira en nú er.
Gunnlaugur Skúlason gaf skýrslu Hundaræktarfé-
lags Islands og sagði frá starfseminni á Ólafsvöllum,
þar sem íslenzkir hundar eru hreinræktaðir. Fólk sæk-
ist eftir hreinræktuðum íslenzkum hundum bæði hér
heima og erlendis. Hann skýrði frá því, að Mark
Watson hefði styrkt þessa starsemi. Utlendir fjölmiðl-
ar hafa sýnt þessari starfsemi mikinn áhuga.
Marteinn Skaftfells gaf skýrslu Dýraverndunarfé-
lags Reykjavíkur, og skýrði frá því að félagsmenn
væru nú 165 félagar. Hann taldi að félagið væri þving-
að til málaferla út af arfahluta, sem mundi skýrast síð-
ar. Engar stórar kvartanir hafa komið fram viðvíkj-
andi slæmri meðferð dýra. Villtir kettir eru reyndar
mikið vandamál og það er í athugun hvernig megi
leysa þann stóra vanda. Hann taldi að setja þyrfti regl-
ur um merkingu á köttum. Hestar í útflutningi
hafa verið vandamál og væri það mál að leysast, því
hestar voru nú nær eingöngu fluttir út með flugvél-
um.
Marteinn minntist á jólakortaútgáfuna, en Eggert
Guðmundsson gaf frummyndirnar að síðustu jólakort-
unum. Hitt kortið er af styttu Þorsteins Erlingssonar.
Prentun kortanna tókst mjög vel. Marteinn lagði til
að athuga yrði hvort ekki væri hægt að breyta þing-
tíma sambandsins, t. d. byrjun árs. Marteinn var mjög
vinsamlegur hundunum í máli sínu. Marteinn hvatti
mjög til þess, að fegnir yrðu flutningsmenn á Alþingi
til að koma í gegn skotvopna-sköttuninni. Hann taldi
einnig að eitt brýnasta verkefnið væri að fá erindreka
fyrir sambandið.
Jakob Jónasson gaf skýrslu fyrir Hundavinafélag
Islands. Jakob skýrði frá prófmáli félagsins, sem tekið
verður fyrir í byrjun næsta árs. Hann reifaði aðild Is-
lendinga að mannréttindasamningi Sameinuðu þjóð-
anna, sem íslendingar eru aðilar að. Tapist málið hér
heima, verður því skotið til Mannréttindadómstólsins
í Strassburg. Jakob taldi að félagið hefði engan stuðn-
ing fengið frá S. D. I., frekar hefðu þau samtök reynzt
Hundavinafélaginu mótdræg, og það væri spurning
hvort félagið ætti heima í sambandinu í framtíðinni,
DÝRAVERNDARINN
111