Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 28

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 28
innan sambandsfélaganna telja það skyldu sína að styðja málgagnið. F.f ætlast er til að S.D.I. geti haldið áfram sérstöku riti sem málgagni, sem hafi það að markmiði að berjast fyrir hvers konar dýravernd í landinu, þá verða félagar S.D.I. og aðrir velunnarar að gerast kaupendur og stuðla auk þess að dreifingu þess til sem flestra. Ef hin ýmsu félög innan S.D.I. telja sín sérsjónarmið vera fyrir borð borin má geta þess að skorað hefur verið á félaga að leggja til efni, án mikils árangurs. Kaupendafjöldi Dýraverndarans er nú um 1130. Stjórn S.D.I. hélt uppi áróðri fyrir dýravernd í fjöl- miðlum á svipaðan hátt sem áður fyrr. Var um að ræða tilkynningar um friðun fugla, athygli vakin á banni við sinubruna, og vakin athygli á reglum um aflífun húsdýra og veiðar fugla. S.D.I. hafði nokkurn kostnað af að halda uppi þessum áróðri. Ætla má að reglur um sinubruna séu haldnar frem- ur en áður fyrr. Þeir sem þurfa að brenna sinu hafa gert það fyrir varptímann nú á seinni árum. Þegar um síðbúna sinubruna er að ræða virðist yfirleitt vera um að ræða íkveikjur barna og unglinga í hugsunarleysi eða um hreina slysni að ræða. A árinu hefur náttúruvernd og mengun verið mjög á dagskrá. I júní var haldin fyrsta ráðstefna samkvæmt nýjum lögum um náttúruvernd. Ráðstefnu þessa sótti af hálfu S.D.I. ritari samtakanna Jón Kr. Gunnarsson. I ráðstefnulok var kjörin stjórn nýs Náttúruverndar- ráðs. Með ört vaxandi umferð gerast slys á búsmala mjög ört síðari ár. Sérstaklega hefur aukist að fé verði fyrir bílum á Reykjanesbraut, en vegna jarðrasks við vegar- lagningar hefur verið sáð með vegum til að bæta orð- in gróðrarspjöll og í þessa sáningu sækir féð. Með stórfelldum vegarlagningum og aukinni um- ferð virðist aukast þörfin á að girða af akbrautir til að forða því að búsmali ráfi inn á akbrautir, sem jafnvel eiga að teljast hraðbrautir. Of margir fjáreigendur sýna þessum málum fályndi vegna þess að í mörgum tilfellum bæta vátryggjendur tjón fjáreigenda að fullu. Eldsvoðar þar sem búsmali varð eldi að bráð með minna móti á árinu. I maímánuði rakst japanskt flutningaskip á bryggju í Þorlákshöfn með þeim afleiðingum að leki kom að olíutönkum og flæddu um 30 tonn af olíu í sjóinn a.m.k. Það sýndi sig hversu illa íslenzk yfirvöld eru undir það búin að bregðast við slíkum vanda, því ekki eru önnur áhöld tiltæk en fötur og önnur handaáhöld til að ausa upp olíunni. Þrátt fyrir margbrotnar reglur um varnir gegn olíumengun, þá hefur fátt eitt verið framkvæmt, sem gert er ráð fyrir í lögum. Nokkuð fórst af fugli vegna þessa óhapps í Þorláks- höfn, en vegna hagstæðs tíðarfars fór betur en á horfð- ist og tókst að ausa upp miklu af olíunni áður en til þess kom að olíuflekkur bærist úr höfninni. Ein ákæra varð vegna þess að olíuskip dældi olíu í sjóinn við tankhreinsun. Við rannsókn kom í ljós að skip hafa mjög takmarkaða möguleika til að dæla óhreinni olíu í land við hreinsun. Sjómenn eiga vart möguleika til að standa við ákvæði laga í þessum efn- um. A höfuðborgarsvæðinu er alláberandi að kettir flæk- ist um algjörlega hirðulausir. Kettir þessir hafa í flest- um tilfellum lagst út frá heimilum af ýmsum orsökum. Yfirvöld hafa nokkuð aðhafst í útrýmingu villikatta, án þess að séð verði að verulegu breyting hafi orðið á. I hinu svokallaða hundamáli hefur engin breyting orðið á, á árinu. Lögum um bann við hundahaldi í Reykjavík hefur ekki verið breytt, en hins vegar hafa yfirvöld ekki hafið aflífun hunda almennt. Aflífun hunda, katta og dúfna í þéttbýli er svipuð og undanfarin ár, en ekki um neina „herferð” að ræða 116 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.