Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Síða 30

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Síða 30
MJALLHVIT eftir Guðlaug Guðmundsson Það hafði löngum verið álit mitt, að hænur væru frámunalega heimskar og ekki væri hægt að laða þær að sér, en sumarið 1970 komst ég þó á aðra skoðun. Eg var þá á ferð um norðurland, og kom á bæ þar sem ég þekkti fólkið. Þar var einnig níu ára gömul stúlka úr Reykjavík, sem hafði þann starfa að gefa hænsnunum kvölds og morgna, og tína saman eggin frá þeim. Þar sem ég þekkti litlu stúlkuna vel, vildi hún endilega fá mig með sér um kvöldið til að gefa hænsnunum og sagði að hænurnar væru svo fallegar og góðar. Þegar við vorum komin hálfa leið að kofan- um, sem hænsnin áttu heima í, kom falleg hvít hæna á móti okkur. Hún var með fagurrauðan kamb, sem skar sig vel úr við hvítt höfuðið. Þegar hún kom auga á mig var eins og hún hikaði við. Ef til vill sá hún að ég var ókunnugur. Þá kallaði litla stúlkan til hennar: „Komdu Mjallhvít mín. Já, komdu bara, það er alveg óhætt." Hún sagði þetta í svo mjúkum og blíðum rómi, að hænan hélt ótrauð áfram á móti okkur og leit á fötuna, sem litla stúlkan hélt á í hendinni. Hún rak jafnvel gogginn í fötuna eins og að hún vissi, að í henni væri matur, sem hænurnar ættu að fá. „Þú mátt ekki vera svona óþolinmóð, Mjallhvít mín," sagði stúlkan, „þú skalt fá þinn skammt eins og hinar." Mjallhvít gekk nú fast við hlið litlu stúlkunnar, fötumegin, og rak gogginn öðru hvoru í fötuna. Litlu kringlóttu augun hennar voru biðjandi eins og hún vildi segja: „Gefðu mér nú smábita." Stúlkan nam staðar, lyfti fötunni upp með því að kreppa handlegg- inn, því litlu mátti muna, að hænan næði upp í hana. Síðan klappaði hún hænunni með lausu hendinni um háls og bak og talaði við hana. Hænan klakaði á móti svo angurvært og blítt að mér virtist að þær væru að talast við, og telpan sagði: „Reyndu bara að vera góð, vinan mín." „Þið eruð vinir," sagði ég við telpuna. „Já," svaraði hún „og þú ættir bara að sjá þegar hún kemur að heim- sækja mig í búið mitt." Guðlaugur Guðmundsson. Dýraverndarinn hefur áður birt sögu eftir Guðlaug Guðmundsson. í 3. tölublaði Dýraverndarans var birt smásagan Vakað yfir vellinum, en hún er úr bók Guð- laugs, Vinir dýranna. „Hvað þá, heimsækir hún þig í búið þitt," sagði ég, „það væri gaman að sjá." „Já, vertu bara hérna í nótt," sagði sú litla, „og sjáðu svo í fyrramálið. Kannske kemur hún þá að finna mig." Það varð uppi fótur og fit þegar við komum í kof- ann. Allar vildu hænurnar verða fyrstar til að ná sér í korn og annan mat, sem þær fengu vel úti látinn. Það var rétt með naumindum að telpan kæmist að matarílátunum, til þess að láta matinn í þau, svo fast tróðust hænurnar að þeim. „Þið megið ekki láta svona, frekjurnar ykkar, þið fáið ykkar skammt samt," sagði telpan, en þær létu sér ekki segjast og ein þeirra smaug á milli fóta henn- ar. „Þetta er ljótt, „sagði sú litla, „þú mátt ekki vera þessi dóni." Þegar búið var gefa hænunum tíndi telpan eggin úr hreiðurkössunum, sem héngu á veggnum, og lét þau í fötuna. Þegar því var lokið vildi hún sýna mér inn í hús við hliðina á hænsnakofanum þar sem hænsnafóðrið var geymt. Það sagði hún að væri dýrt fóður og yrði að ganga vel um það svo það færi ekki til spillis. Hún fyllti nú föturnar svo þær væru tilbúnar 118 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.