Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 31

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 31
næsta morgun og gætti þess vandlega að ekkert korn dytti á gólfið. Þegar þessu var lokið vildi hún að við færum aftur inn til hæsnanna, sem nú voru komnar í ró og kúrðu á prikum sínum, nema ein hæna, sem lá á poka úti í horni. „Þú ætlar þá enn að sofa þarna, Mjallhvít mín," sagði stúlkan og klappaði hænunni á bakið, en Mjallhvít svaraði með angurværu klaki. Satt að segja þekkti ég ekki Mjallhvít frá hinum hæn- unum, því mér sýndust þær allar vera eins. Næsta morgun var gott veður með sólskini og hita. Þegar litla stúlkan hafði lokið við að gefa hænsnun- um bað hún mig að koma með sér í búið sitt og drekka kaffi hjá sér. Búið hennar stóð undir hlöðuveggnum. Þar var rað- að upp kössum með hillum í, og þar voru bekkir og borð. Þetta átti auðsjáanlega að vera íbúð með öllum þægindum. I eldhússkápunum voru diskar, pottar og skálar, hnífapör í skúffu, og fínar kökur í formum. Þá var þarna svefnherbergi og ekki mátti gleyma stof- unni. Þar stóð dúkað borð með allskonar góðgæti, kaffi, sykri og rjóma, og bollapör fyrir tvo. Nú varð ég að setjast við annan enda borðsins. Stúlkan hellti kaffi í bollana og settist síðan við hinn endann á borð- inu. En allt í einu spratt hún upp og sagðist verða að ná í sparitertuna fyrst ég væri kominn og auk þess sunnudagur. Hún sótti stóra tertu, skreytta blómum, og við drukkum kaffið og borðuðum tertuna — auð- vitað allt í þykjastunni, eins og krakkarnir segja, því þessi fallega terta var búin til úr leir. Nú tók ég eftir því að hæna kom gangandi hægt og rólega í áttina til okkar. Það var eins og hún væri á báðum áttum hvort hún ætti að koma og hefir senni- lega verið að athuga hvort nokkur væri í húsinu hjá henni vinkonu sinni, — litlu stúlkunni. Ég stóð upp og sagði telpunni að ég ætlaði að fara fyrir hlöðuhorn- ið. Þegar ég var kominn í hvarf, fór sú stutta beint inn í búið. Hún hafði þá séð mig og hikaði þess vegna. „Jæja, þú ert þá komin blessunin," sagði stúlkan. „Nú mátt þá ekktert tæta eða rífa fyrir mér." Hún sagði þetta í umvöndunartón, eins og þegar móðir er er að tala við börnin sín. Hænan virtist taka þessu ósköp vel og skilja þetta allt saman, því þarna stóð hún í miðju búinu og fylgdist með því, sem stúlkan var að gera. En skyndilega hoppaði hún upp í eld- hússkápinn og við vængjablakið datt eitthvað úr skápnum og brotnaði. „Skömmin þín, þurftir þú endilega að brjóta boll- ann minn, það væri réttast, að ég lokaði þig inni í skápnum," sagði stúlkan. Hún lét ekki sitja við orðin tóm, heldur tók fjöl og setti hana fyrir skápinn, þar sem hænan kúrði inni á hillunni og klakaði af- sakandi eins og hún væri að biðja fyrirgefningar á þessu óhappi sínu. Hún þurfti heldur ekki að dúsa lengi í þessu fangelsi, því brátt tók stúlkan fjölina frá og þegar hænan kom út tók hún hana í fangið og settist með hana á stól, klappaði henni allri og hjalaði við hana. Hænan tók undir með sínu vina- lega klaki og þær skildu hvor aðra vinkonurnar, enda voru þær búnar að þekkjast síðan snemma um vorið. Ég gekk nú til þeirra og þá hreyfði hænan sig til og vildi auðsjáanlega fara, en stúlkan hélt áfram að klappa henni og tala við hana. „Vertu bara róleg, Mjallhvít mín," sagði hún og Mjallhvít lét sig síga aftur niður í kjöltu hennar. Þvílíkt traust, sem fuglinn bar til barnsins, hugs- aði ég. Annað eins traust og þetta hjá mállausu dýri getur enginn ánunnið sér, nema sá sem skilur, að dýrið er lifandi vera, með tilfinningar og sál, sem ekki má fara með eins og dauðan hlut, heldur á að sýna nærgætni og hlýju. Ef við gætum þess, þá særum við það ekki né fælum frá okkur, heldur löðum það að okkur og njótum trausts þess og trúnað- ar, eins og litla stúlkan hjá henni Mjallhvít sinni. Guðlaugur Guðmundsson. DÝRAVERNDARINN 119

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.