Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 33

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 33
• • Orfá orð um minkinn Minkurinn hefur í mörg ár verið umdeildur, allt frá því að hann var fyrst innfluttur fyrir mörgum árum. Vegna mistaka og vankunnáttu slapp mikið af mink út, og það sannaðist að hann aðlagaðist vel íslenzkri náttúru, og virðist þrífast hið bezta þrátt fyrir að peningar eru settir honum til höfuðs. Ekki skal lagður dómur á það hvort rétt eða rangt hafi verið að leyfa minkaeldi að nýju. Hins vegar er villiminkurinn staðreynd og hefur reynzt þar lífseig- ari, en nokkurn hefur órað fyrir, enda er iðulega talað um minkaplágu. Eins og sjá má af fyrirsagnasýnishornunum hér á síðunni á móti, þá er minkurinn eitt af hinum eilífu fréttaefnum blaðanna, og honum eru ekki vandaðar kveðjurnar. Meira að segja telst það til afreksverka hjá börnum og unglingum að drepa mink, hvaða aðferðum sem beitt er. Það er búið að gera minkinn að ímynd hins vonda, og hann á í hugskoti flestra ekkert skilið nema versta dauðdaga. Hið bezta fólk umhverfist, þegar minkur er annars vegar, og grípur til hverra þeirra ráða, ::em tiltæk eru, jafnvei til ráða, sem villidýrin eru ein íalin kunna. Enn um sinn verður minkurinn á dagskrá hjá okk- ur, því hann er skaðvaldur í veiðivötnum og fugla- varpi, og enn eru engar aðferðir kunnar sem geta komið í veg fyrir fjölgun hans. Til þeirra sem hafa aliminka undir höndum, verður að gera þær kröfur, að öllum varúðarreglum sé fylgt út í æsar, enda verður því vart trúað að óreyndu, að algengt sé að minkar sleppi. Við viljum að minnsta kosti trúa því, að það heyri fortíðinni til. Að því er varðar villiminkinn, þá þarf að reyna að útrýma honum, en það á ekki að nota „allar" aðferðir. Það á að aflífa mink sem önnur dýr á skjótan og kvala- lausan hátt, en ekki murka úr honum lífið hvernig sem er, því þetta er þó lifandi kvikindi, sem þjónar eðli sínu með því að veiða sér til matar. Ef öruggar aðferðir til útrýmingar á minkinum er enn ekki kunn, þá þarf að gera gangskör að því að uppgötva slíka aðferð, en sú aðferð er ekki örugg nema hún sé kvalalaus dauðdagi fyrir dýrið. Bréf frá lesanda Kæri Dýraverndari. Ég vil þakka fyrir fallegan og vandaðan frágang á blaðinu, og datt mér þá í hug að láta einhverjar hug- leiðingar fylgja. Undarlegt finnst mér hve margir sem áhyggjur hafa af þrengingum villikatta ganga framhjá því einfalda ráði að gefa þeim að borða. Kötturinn er sterkt og vel gert dýr frá náttúrunnar hendi, hafi hann mat, þolir hann vel kulda. Meðan ég bjó í þéttbýli komu jafnan slíkir gestir að glugganum hjá mér, dag- lega að vetrinum, en miklu sjaldnar að sumrinu. Mikla ánægju hafði ég af þeim heimsóknum. Ég legg þann skilning í dýravináttu og dýravernd að maður skuli reynast dýrunum vinur en ekki leggja allt kapp á skjótvirkar útrýmingaraðferðir, þó þær séu að sjálf- sögðu mikilvægt atriði þar sem við á. Hér við má bæta því opinbera leyndarmáli að þó nokkurn fjölda hús- katta mun lögreglan skjóta ár hvert, þar er villikett- irnir eru styggir og varfærnir og gefa ekki færi á sér, en húskötturinn varast ekki manninn, jafnvel þótt borðalagður sé. En svo aftur sé minnst á þann sjálfsagða rétt dýrsins að fá skjótan dauðdaga, vildi ég nefna minkinn. Hvað hefur þetta eina dýr unnið til? Það þykir hrósvert að aka yfir hann, grýta hann, láta hunda tæta hann sund- ur lifandi. Þegar minkur slapp úr búri fyrir nokkru, var sú ein skýring að hann hefði líklega sloppið úr hrúgunni sem átti að fara að flá. Þeir væru ekki alltaf svo vel rotaðir. Já, jafnvel hefur prestur ásamt söfn- uði hlaupið út úr kirkjunni á helgum degi til að murka lífið úr einum mink. Sá sem trúir þessu ekki, þarf ekki annað en lesa dagblöðin frá þessum tíma. Ég skora á Dýraverndarann að láta þennan ósóma til sín taka. Steinunn Eyjólfsdóttir. DÝRAVERNDARINN 121

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.