Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 35

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 35
Þorsteinn Erlingsson: Sagan af Darjan músa- vini eða Músadarjan Svo segir í gömlu kvæðunum, að Músa-Darjan væri fullra 16 ára, þegar hann fylgdi líki föður síns til hins helga beinamúrs, en nafn föður hans eða dánaratvik getur enginn maður öðrum sagt nokkurn tíma héðan af, hvorki í sögum né kvæðum, því menn halda að það hafi verið löngu gleymt hjá Nídrum og Akbötum áður en smalarnir í dölum Kódrúdfjallanna sungu kvæðin fyrsta sinni hjá hjörðum sínum í forsælunum á kvöldin og morgnana, því allir sjá, að svo gott skáld hefur ekki þagað með fúsu geði yfir árstíð þess manns, sem svo var sannmáll, að hann sagði aldrei ósatt af högum nábúa sinna og svo réttsýnn, að hann hallaði aldrei máli vinum sínum í vil. En annað hefur þar ekkert um hann staðið, því kvæðið byrjar einmitt á því, að Darjan var að vökva blómin sín og aldintrén, þegar kvöldskugginn var að færast yfir garða hans undir sólarlagið, léttur í skapi ig áhyggjulaus eins og vant var, en Badúr gamli fóstri hans og vatnsskjólurnar voru hjá lindinni, því hann var að sækja vatnið handa kúnni og skyggnast um leið að geitunum, hvort þær gönuðu ekki í einhverjar ógöngur, þar sem þær færu ungu kiðlingunum sínum að voða. En Badúr gamla sýndist víst öllu vera óhætt og fór rólegur að gera bæn sína við lindina eins og vera bar, því það var þá í það mund kvöldsins, sem réttsiðaðir eldsdýrkendur austanfjalla mændu augum sínum vestur til Kódrúdbrúna, þar sem sólin var nú rétt á förum. Badúr gamli sneri nú andliti sínu þang- að líka. Sólarlagið var svo dýrðarfagurt og sumarblær- inn svalandi eins og berglind og á Badúr gamla leið sæl bænarværð, svo stundin drógst. Hann hefði líka getað verið fljótari með bænina, ef nokkuð hefði kallað að, en það var eins og karl- tetrið væri ofurlítið að teygja úr henni eða treina sér hana, til þess að geta sem lengst horft á kvöldroðann á skýjunum yfir Sjanævahæðunum, því það var engu líkara en einhver guðinn væri að leika sér að því, að hengja þar upp málverk á himininn. Eitt var svo fag- urt, að því verður varla lýst, en helzt var það svipað afarstórum skáhornóttum kodda úr silfurgráu arabisku flaueli með gullbryddingum og lýsigullsskúfum, og honum datt í hug, þesskonar skýkoddar eða skýhæg- indi myndu það vera, sem helgikvæðin sögðu, að guð- irnir, eða hinir guðdómlegu andar settust á til að hvíla sig og líta yfir jarðarkringluna og gæta að mönnum og dýrum. En sólin hvarf fyrir brúnina og Badúr gamli kreppti hendurnar um svigakilpina og hélt heimleiðis og datt ekki í hug, sem ekki var von, að hann hefði einmitt séð út gullbrydda koddann, því á honum sátu þessa sömu stund tveir af hinum himn- esku sendiboðum sólguðsins. DÝRAVERNDARINN 123

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.