Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 10

Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 10
LUDWIG WirrGENSTEIN HUGUR hann hélt hann hefði, fyrstur manna, gert skýra grein fyrir því hvað merking er - hvað það er fyrir tákn eða orð og þar með fyrir mannlegt mál yfirleitt að merkja eitthvað. Þessari greinargerð fyrir merkingu fylgdi auðvitað greinargerð fyrir merkingarleysi. Og hann þóttist geta sýnt fram á að hvers konar staðhæfingar heimspekinga um eðli veruleikans, eða um trú og siðferði, hefðu ekki merkingu heldur væru merkingarlausar. Það er ómaksins vert að hafa yfir formála Wittgensteins að Ritgerðinni. Þessa bók skilur kannski sá einn sem hefur sjálfur hugsað þær hugsanir sem hún lætur í ljósi - eða alla vega áþekkar hugsanir. Svo að kennslubók er hún ekki. Hún næði tilgangi sínum ef henni lánaðist að gleðja einn mann sem læsi hana og skildi. Bókin fjallar um gátur heimspekinnar, og ég held hún sýni að menn glími við þessar gátur af þeim sökum einum að þeir misskilji rökvísi mannlegs máls. Allt efni bókarinnar má draga saman í eina málsgrein: það sem menn geta yfirhöfuð sagt geta þeir sagt skýrum orðum, og ef menn geta ekkert sagt hljóta þeirað þegja. Bókinni er með öðrum orðum ætlað að setja mannlegri hugsun mörk - eða öllu heldur ekki hugsuninni, heldur tökum manna á því að segja hugsun sína. Því við getum ekki sett hugsuninni mörk nema við getum lnigsað okkurþað sem er handan markanna ekki síður en hitt sem er innan þeirra - við hlytum þá að geta hugsað það sem er óhugsandi. Af þessu leiðir að markalínan verður aðeins dregin f mannlegu máli - og það sem er handan markanna verðureinfaldlega málleysa. Ég vil ekkert um það segja að hvaða leyti tilraun mín kemur heim við tilraunirannarra heimspekinga. Satt að segja hvarflar ekki að mér að ég hafi neinar nýjungar fram að færa í einstök- um atriðum, og ástæðan til þess að ég get engra heimilda er sú ein að mér þykir engu skipta hvort einhverjum hefur áður dottið það sama í hug og mér. Ég læt þess eins getið að stefnu hugsunar minnar á ég að miklu leyti að þakka stórvirkjum Freges og ritum vinar míns Bertrands Russell. Ef þessi bók er einhvers virði þá hníga til þess tvær ástæður. í fyrra lagi lætur bókin hugsanir í ljósi - og því betur sem hún gerði það, þeim mun meira virði væri hún. En ég veit að mér hefur ekki tekizt sem skyldi að láta þessar hugsanir skýrt í ljósi. Megi aðrir koma á eftir og bæta þar um. A hinn bóginn virðist mér sannleiksgildi hugsana minna hafið yfir allan vafa. Þess vegna trúi ég því að bókin hafi að geyma 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.