Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 13

Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 13
HUGUR ÞORSTEINN GYLFASON Málfræði fjallar auðvitað líka um setningar (setningafræði). En sá er munur á rökfræði og málfræði að í rökfræði er það eðli setninga að hver einasta setning er annaðhvort sönn eða ósönn: setningar eru það sem hefur sannleiksgildi. Tilgangur rökfræðinnar er svo að leiða í ljós hvenær og hvemig ein sannindi (eina sanna setningu) leiðir af öðrum. Nú blasir annað við um setningar en sannleiksgildið: þær em skiljanlegar eða óskiljanlegar, við skiljum þær eða skiljum ekki. Um skilning veitti Wittgenstein því sérstaka athygli að við skiljum nýjar setningar. Hvert okkar hefur stranglega takmarkaðan orðaforða, en því em engin takmörk sett hvað við getum skilið margar setningar. Til dæmis emð þið sem á mig hlýðið núna að hlusta á setningar sem þið hafið aldrei heyrt áður, um efni eins og skilning nýrra setninga sem þið hafið mörg hver aldrei hugleitt áður, og skiljið þetta allt til fulls. Þetta einkenni á málinu sem við tölum á sér nafn á síðustu tímum óg heitir sköpunarmáttur mannlegs máls; ég hygg það hafi verið málfræðingurinn Noam Chomsky sem átti upptökin að þeirri orðanotkun.14 Sköpunarmáttur mannlegs máls er mikill höfuðverkur bæði málfræðinga og heimspekinga til þessa dags - það er á okkar dögum ein frumkrafa til merkingarfræði af öllu tæi að hún geri sómasamlega grein fyrir sköpunarmættinum - en því miður getum við ekki dvalið við hann að sinni.15 Svo hér hafði Wittgenstein fyrir sér fyrirbæri með tveimur höfuðeinkennum: það hefur sannleiksgildi (er annaðhvort satt eða ósatt) og það er skiljanlegt þótt það sé nýtt fyrir manni. Og hann vildi varpa ljósi á þetta fyrirbæri. Það gerði hann með kenningu, og eins og oft er um kenningar í heimspeki og vísindum er þessi kenning hans ekki annað en samlíking. 14 Um sköpunarmáttinn og kenningar um hann má lesa hjá G.P. Baker og P.M.S. Hacker: Language, Sense and Nonsense, Basil Blackwell, Oxford 1984. Bók þeirra Bakers og Hackers er ofsafengin árás á allar kenningar jafnt heimspekinga sem málfræðinga um efnið. Hún er samt aðgengilegasta fróðleiksnáma um það sem ég þekki. 15 Sjá til dæmis Donald Davidson: Inquiríes into Truth and Interpretation, Oxford University Press, Oxford 1984, og Michael Dummett: The Interpretation of Frege's Philosophy, Duckworth, London 1981. 11 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.