Hugur - 01.01.1989, Page 16

Hugur - 01.01.1989, Page 16
LUDWIG WITTGENSTEIN HUGUR ósegjanlega. Ályktunarregla í rökfræði er tilraun til að segja það sem einungis verður sýnt, það hvemig eina setningu leiðir af öðrum í gildri ályktun. Hún er tilraun til að segja hið ósegjanlega. Ég hef rakið ein einföld rök hans fyrir þessari niðurstöðu, vítarunurökin. Rökin eru mun fleiri í Ritgerðinni og tvinnast og þrinnast þar saman á alla mögulega vegu. Og tökum nú eftir því að þau varða einungis ályktunarreglur sem eru ekki nema hluti af rökfræði. En Wittgenstein vill segja það sama um alla rökfræði. Rökfræðin í heild er strangt tekið ósegjanleg: hún sýnir án þess að segja neitt. Hún sýndi það sem hann kallaði hið sameiginlega snið máls og heims, það sem heimurinn verður að hafa til að bera til þess að málið geti brugðið upp myndum af honum. Þetta snið er ólýsanlegt. En fmmspekilegar kenningar um veruleikann og innsta eðli hans eru tilraunir til að lýsa þessu ólýsanlega sniði. Með þessu móti taldi Wittgenstein sig hafa ráðið allar gátur fmmspekinnar í eitt skipti fyrir öll. Metnaður hennar hefur verið sá að gera grein fyrir einhverju sem heitir innsta eðli hlutanna. En hann taldi sig geta sannað það, með hina nýju rökfræði Freges og Russells að vopni, að innsta eðli hlutanna verði ekki með orðum lýst. Og ef menn geta ekkert sagt, eiga þeir að þegja. Það er önnur hlið á þessu máli. Ósegjanleikinn sem slíkur er ekki hefðbundið viðfangsefni heimspekinnar á Vesturlöndum. Á hinn bóginn er hann uppistaða í svonefndri dulhyggju bæði hér á Vesturlöndum og austur í Kína, og hann er yrkisefni skálda, Goethes í Fást til dæmis og Halldórs Laxness í flestum bókum hans. Hjá Halldóri birtist dulhyggjan nieðal amiars í trú á það guð sem eftir stendur þegar öll heimsins guð hafa verið talin og sagt „ekki það, ekki það“.22 Wittgenstein vissi vel af þessari dulhyggjuhefð. Og eitt af því sem hann trúði um kenningu sína, að ég held, var það að með henni hefði honum fyrstum manna í hugmyndasögunni tekizt að festa hendur á ósegjanleikanum ef svo má segja. Ósegjanleikinn var orðinn ljós í fyrsta sinn og dulhyggjan skýr og greinileg. 22 Hér er vitnað í Fal bónda í Atómstöðinni. Um dulhyggju Halldórs má lesa hjá Peter Hallberg: „Litla bókin um sálina og Halldór Laxness“ í TímarítiMálsogmenningarXXlll, Reykjavík 1962, bls. 119-131. 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.