Hugur - 01.01.1989, Side 18
LUDWIG WITTGENSTEIN
HUGUR
Svipuðu máli gegnir um undrunina yfir þvf að heimurinn
skuli vera til. Venjuleg, skiljanleg undrun krefst samanburðar:
við erum hissa á einhverju af því að við áttum von á öðru.
Þannig get ég verið hissa á því að einhver ykkar sé héma í dag
vegna þess að ég hélt hann væri á ísafirði. Eða þá ég er hissa á
því hvað maður er hár af þvf að ég ber hann saman við aðra
lægri menn. En undrunin yfir því að heimurinn skuli vera til
hlítir ekki þessari samanburðarreglu því að við getum ekki
hugsað okkur að alls ekki neitt sé til. Við getum ekki lýst alls
engu. Þess vegna er setningin „Hvílíkt undur að eitthvað skuli
vera til!“ merkingarlaus tilraun til að koma orðum að því sem
ekki verður með orðum lýst.
Til viðbótar heldur Wittgenstein því fram um þessar tvær
setningar að þær samsvari tveimur trúaratriðum úr mörgum
trúarbrögðum: hann heldur að sú trú að Guð hafi skapað
heiminn sé ekki annað en tilraun til segja hið ósegjanlega um að
eitthvað skuli vera til fremur en ekkert, og hann heldur að sú
tilfinning að maður sé fullkomlega óhultur, sama hvað gerist,
sé það sem sanntrúað fólk á við og er að reyna að segja þegar
það segist vera undir almáttugri vemdarhendi Guðs. En það
sem það reynir að segja með þessu móti er ósegjanlegt.
V
Við vitum ekki hvemig og hvers vegna Wittgenstein sannfærð-
ist sjálfur um alvarlega galla á kenningu sinni í Ritgerðinni, og
um hitt þar með að það væri meira verk að vinna í heimspeki
en árin sjö sem fóm í þá bók. Ein ágæt ástæða fyrir hann til að
skipta um skoðun í þessu efni var sú að á árunum milli 1920 og
1930 voru gerðar mikilsverðar uppgötvanir í rökfræði sem
bmtu í bága við kenningar hans í bókinni.24 Af þessum upp-
götvunum er nú frægust sönnun Kurts Gödel á því að í stærð-
fræðilegu kerfi eins og því sem Wittgenstein miðaði við yrðu
ævinlega einhverjar setningar ósannanlegar eftir lögmálum
24 Robert J. Fogelin: Wittgenstcin, Routledge and Kegan Paul, London
1976, 70-75. Ennfremur Jean van Heijenort: „Logic as Language and
Logic as Calculus" í Synthese XVII, 1967, bls. 324-330.
16