Hugur - 01.01.1989, Page 28

Hugur - 01.01.1989, Page 28
MARTIN HEIDEGGER HUGUR an þeir voru uppi. Til dæmis hafa heilar háskóladeildir í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu verið skipulagðar með hlið- sjón af verkum hans. Það sem ég ætla að reyna hér á eftir er að lýsa því sem ég orðaði áðan þannig að hugsun Heideggers væri á mörkum þess sem venjulegast værí kallað heimspeki. Sjálfur sagðist hann oftar en einu sinni ekki stunda heimspeki. Hún væri komin að endalokum, og við slík tímamót væri hugsunin í þann veginn að hefjast á ný. Með öðmm orðum: Það er hugsanlegt að endurvekja megi hugsunina og hefja hana til fyrri vegs og virðingar, nú þegar heimspekinni er að ljúka. Til þess að skýra þessa hugmynd - sem segja má að gangi aftur í öllum verkum Heideggers og margir telja að leiði hann að lokum út í eins konar dulhyggju - ætla ég að fjalla lítillega um ákveðin atriði í tveimur verka hans sem lúta að sambandi hefðbundinnar heimspeki og þess sem hann kýs að kalla hugsun. Þessi verk em Hvað er frumspeki? frá 1929 og Ástæðulögmálið frá 1956.8 Jafnframt reyni ég að rökstyðja eða skýra þá spurningu um heimspeki Heideggers hvort hugsanlegt sé að sú hugsun sem hann boðar leiði til einhverskonar dulhyggju eða óskynsemistrúar. Ég ætla ekki að reyna að svara henni, en vonast til að mér takist að skýra spurn- inguna þannig að einhverjir sjái ef til vill ástæðu til að kynna sér verk Heideggers. Ástæðan til þess að ég kýs að fara þessa leið í umfjöllun minni er að með því móti tekst mér að snið- ganga að verulegu leyti meginspumingu hans sem er spum- ingin um vemna. Ég slepp við að fjalla um veruhugtakið sjálft. Þar með er ekki sagt að það sem hér fer á eftir sé eitthvert aukaatriði í hugsun Heideggers. Þvert á móti. Um er að ræða grundvallaratriði í spurningu hans um veruna.9 Til þess að 8 Martin Heidegger. Was ist Metaphysik? Vittorio Klostermann, Frankfurt am Main 1969. Tólfta útg. 1981. Martin Heidegger. Der Satz vom Griind, Neske Verlag, TUbingen 1957,fimmta útg. 1978. íslenski titillinn er samkvæmt ábendingu Þorsteins Gylfasonar. Nákvæmast væri ef til vill „Lögmál hinnar einhlítu ástæðu“. Þorsteinn og Halldór Laxness nota „einhlítur" í stað „fullnægjandi" í endurskoðaðri þýðingu á Birtíngi eftir Voltaire, sem kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi í Reykjavík árið 1975. 9 Spurningin um veruna (das Sein ) vaknar þegar hugleiddur er möguleikinn til að fást við og skilja hlutina og allt annað sem er; verundir (seiendes). Verundir er ekki hægt að skilja nema í veru sinni. 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.