Hugur - 01.01.1989, Page 30

Hugur - 01.01.1989, Page 30
MARTIN HEIDEGGER HUGUR En er þá heimspekin liðin tíð? Úrelt fyrirbæri og sögu hennar þarmeð lokið samkvæmt skoðun Heideggers? Svo hefði mátt ætla við fyrstu sýn, en svo er þó ekki. í ritgerð frá 1964 sem heitir „Lok heimspekinnar og verkefni hugsunarinnar“12 segir Heidegger að með endalokum heimspekinnar eigi hann ekki við það að sögu heimspekiiðkana sé lokið. Það er vel hugs- anlegt, segir hann, að endalokin eigi eftir að standa yfir lengur en sem líður sögu heimspekinnar til þessa dags. Með enda- lokum heimspekinnar er ekki átt við að henni sé hætt hér og nú, heldur „fullkomnun“ (Vollendung) hennar. Hún hafi verið fullkomnuð í þeim skilningi að allir þeir möguleikar sem í henni felist hafi verið kannaðir og reyndir til þrautar. I upphafi heimspekinnar tók skynsemin völdin, segir Heidegger, og nú á öld kjamorku og tækni er verið að vinna úr megingreinum heimspekinnar sem á 20. öldinni hafa þróast út í afmarkaðar vísindagreinar.13 Tilurð sálarfræði, félagsvísinda, mannfræði og annarra mannvísindagreina auk náttúruvísind- anna ber ekki vott um upplausn heimspekinnar heldur full- komnun hennar. Krafa frumspekinnar um útskýringar og rök hefur leitt af sér hin áreiðanlegu og tæknivæddu vísindi nú- tímans. Heimspekin er þannig augljóslega verkefni skynseminnar í skilningi Heideggers.14 Hann sniðgengur hins vegar markvisst einmitt þetta hefðbundna markmið heimspekihugsunarinnar. „Ilugsun“ segir hann, „hefur ekkert ineð rök og skilgreiningar að gera. Hún á að halda sig sem næst skáldskapnum. Hugsunin er því aðeins möguleg“, segir hann í Ástxðulögmálinu, „að hún komi sér út af áhrifasvæði reglunnar um fullnægjandi ástæður fyrir öllum hlutum“. Með öðrum orðum sagt: Hugsun hefð- bundinnar frumspeki er það sem hugsunin á ekki að vera, það er að segja heimspeki í skilningi samtímans sem leitar að full- nægjandi skýringum á öllu mögulegu og ómögulegu. 12 Martin Heidegger: „Das Ende der Philosophie und die Aufgabe des Denkens.“ í ZurSache des Denkens, Max Niemeyer, Tiibingen 1969, bls. 61-81. 13 Martin Heidegger: Was ist das - die Philosophic? bls. 32-33. 14 Sama rít, bls. 22-23. 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.