Hugur - 01.01.1989, Side 32

Hugur - 01.01.1989, Side 32
MARTIN HEIDEGGER HUGUR við fyllumst angist. Ég ætla ekki að fara nánar út í það hér nema benda á að hvort tveggja em dæmi um það að umhverfið birtist manni sem annað en það er. Manni leiðist vegna þess að í umhverfi manns er ekki það sem þarf til að gleðjast. Angist mín nú stafar til dæmis ekki af því að fundarmenn hér birtist mér sem venjulegir fundarmenn heldur af því að þeir birtast mér sem eitthvað allt annað. Það sem skiptir máli er að átta sig á að neindin greinist frá umhverfinu í samskiptum okkar við það. Hún kemur fram meðal hlutanna þannig að vera þeirra kemur á daginn. Heidegger orðar það þannig að angistin sé sú reynsla þar sem maðurinn verði fyrir því sem sé undursamlegast af öllu: að eitthvað er.18 Þessa hugsun orðar Heidegger meðal annars svona: „í bjartnætti angistar yfir engu verður fyrst ljóst...að eitthvað er - fremur en ekki neitt.“19 Wittgenstein orðar svip- aða hugsun sama ár þannig í íslenskri þýðingu Þorsteins Gylfa- sonar: „Ég held ég lýsi þessari reynslu best með því að segja að þegar hún er mér léð, þá undrist ég að heimurinn skuli vera til. Og þá hneigist ég til að segja eitthvað á þessa leið: „Hvílíkt undur að eitthvað skuli yfirleitt vera til!“ Eða: „Hvílík stór- merki að veröldin skuli vera til“!“20 Báðir þessir höfundar virðast þannig halda því fram að spumingin um ekkert undir- striki að eitthvað er. í framhaldi af þessu leggur Heidegger til í Hvað er frum- speki? að við reynum hugsun sem beinist ekki að hlutunum fyrst og fremst. I upphafi eftirmálans að Hvað er frumspeki?, sem er skrif- aður síðar og kom út 1943, vísar hann aftur til áheyrendanna, það er háskólaborgaranna, þeirra sem iðka vísindin. Vísindin, segir Heidegger nú, „leggja fyrir“ (vorstellen) og „framleiða“ (herstellen) það sem er á alveg ákveðinn hátt á grundvelli afstöðu til alls sem er. Þau túlka hluti, fella þá í stærðfræði- legar jöfnur, beita þeim og meðhöndla til þess að ná árangri. Þannig mótast vísindaleg þekking af því sem vísindin vilja eða 18 Samarít, bls. 46-47. 19 Sama rít, bls. 34. 20 Ludwig Wittgenstein: „Fyrirlestur um siðfræði.", þýð.: Þorsteinn Gylfason, bls. 98, Skfrnir. Tfmarít hins fslenska bókmenntafélags, 142. ár, 1968, bls. 91-104. 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.