Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 33
HUGUR
INGIMAR INGIMARSSON
ákveða að sé satt og rétt, eða eins og Nietzsche kemst að orði í
Handan góðs og ills, „að eðlisfræðin sé aðeins túlkun á hlut-
unum undir afmörkuðu sjónarhomi sem við veljum og þar
með mynd af vilja okkar til þess að ráða yfir þeim.“21
Heidegger grípur þessa skoðun á lofti en gengur lengra:
afstaða Nietzsches til sannleikans á við um fmmspekina allt frá
upphafi, en hún hefur gleymt eða misst sjónar á öllu öðru en
því að fella hlutina í ákveðið kerfi hugmynda. Markmið
hugsunar hans er því að komast hjá viljahyggju vestrænnar
heimspeki sem hefur ekki áhuga á öðm en því sem hún getur
njörvað niður og nýtt. Verkefni hennar verður að íhuga hlutina
eins og þeir eru í sínu innsta eðli óháð öllum fyrirframhug-
myndum um þá.
Það er í viðleitni Heideggers til að losa sig þannig frá hefð-
bundnum aðferðum vestrænnar heimspeki í þeim tilgangi að
leyfa veruleikanum að birtast okkur mönnum eins og hann er
að hugsun hans virðist taka stefnu á vit dulspekinnar. Það sem
hann ætlar að fást við, vera þess sem er, svarar ekki spuming-
um eða túlkunum manna líkt og hlutir. Eina leiðin til þess að
komast í námunda við veruna er að láta hana eiga sig svo hún
geti ávarpað manninn á þann hátt sem henni er eiginlegur.
Heidegger orðar það svona í eftirmálanum að Hvað er frum-
speki?: „Veran er ekki hugarsmíð. Þvert á móti gerist hún í
eiginlegri hugsun.“22
Sá lærdómur sem Heidegger virðist draga af öllu þessu er
vanmáttur „raunverunnar“,23 sem er nafn hans á manninum
sem hugsandi veru, til þess að kreista sannleikann um vemna út
úr sjálfri sér. Eina leiðin sem maðurinn á þá eftir virðist vera
að afneita eigin vilja og gefa sig vemnni á vald.
Það sem hér er á ferðinni er alkunna í dulhyggju og trúarlegum
atliöfnum. Menn eiga að læra að meðtaka sannleikann í sjálfum
21 Friedrich Nietzsche: „Jenseits von Gut und Böse. Vorspiel einer
Philosophie der Zukunft", bls. 24-25 í Fríedrich Nietzsche. Werke III,
Carl Hanser Verlag, 1969, 7. útg. 1976, bls. 9-207. Heidegger vitnar
í þetta rit í Was istMetaphysik?
22 Martin Heidegger: Was istMetaphysik?b\s. 48.
23 „Raunvera“ er þýðing á „Dasein“. Raunveran er verund, en hefur þá
sérstöðu að spyrja um verundirnar á grundvelli fyrirframskilnings á
veru þeirra.
31