Hugur - 01.01.1989, Side 45
HUGUR
SIGURÐUR KRISTINSSON
Grikkir til foma lögðu í orðið filia. Sú merking er alls ekki sú
sama og við leggjum yfirleitt í orðið „vinátta“ og gríska orðið
filia á sér raunar enga beina samsvörun í íslensku. Hér verður
ekki reynt að gera fulla grein fyrir þessum merkingarmun, en
í meginatriðum virðist hann vera fólginn í því að filia sé
víðtækara hugtak en vinátta. Filia nær ekki bara yfir kunnings-
skap eða persónuleg tengsl, heldur er hún það afl sem heldur
saman fjölskyldum, félögum eða samtökum fólks og heilum
samfélögum. Þannig hefðu Grikkimir getað sagt að samheldin
fjölskylda, einhuga félagsskapur eða samfélag sem tæki mið af
sameiginlegum hagsmunum allra þegnanna einkenndist af filia.
Skilningur okkar á hugtakinu vinátta virðist á hinn bóginn vera
bundnari einkalífi fólks. Vinátta er persónulegt eða náið
samband fólks sem þekkist og hefur talsvert saman að sælda, en
filia getur auk þessa átt við um margs konar félagsleg og
ópersónuleg samskipti.
Það er um þetta hugtak, filia, sem vináttukenning Aristótel-
esar fjallar, en allt sem Aristóteles segir um tengsl vináttu og
réttlætis tekur mið af þeirri kenningu og verður raunar að líta
á sem hluta hennar. Þess vegna getum við varla áttað okkur á
rökum Aristótelesar fyrir kenningunni um samband vináttu og
réttlætis nema huga fyrst örlítið að því hvemig hann byggir
upp kenningu sína um vináttuna sérstaklega.
Vináttukeiming Aristótelesar2
Kenning Aristótelesar um vináttuna kemur fram í áttundu og
níundu bók Siðfræði Níkomakkosar. Þar leitast Aristóteles við
að móta hugmyndir um það hvemig samskiptum manna verði
best háttað í ljósi þeirra staðreynda sem við blasa í hversdags-
lífinu. Þess vegna lætur hann sér ekki nægja að lýsa því í
hverju sönn vinátta felist, heldur gerir hann ráð fyrir að til séu
2 í þessum stutta kafla er livorki hægt að gera nægilcga grein fyrir þeim
atriðum í vináttukenningu Aristótelesar sem drepið er á, né þeirri
túlkun sem fylgt er. Þær skýringar og þann rökstuðnin'g sem liér
skortir á hins vegar að vera að fínna í „Vináttukenning Aristótelesar"
(ritgerð til B.A.-prófs í heimspeki við Háskóla íslands, eftir Sigurð
Kristinsson, febrúar 1989).
43