Hugur - 01.01.1989, Page 49

Hugur - 01.01.1989, Page 49
HUGUR SIGURÐUR KRISTINSSON Vinátta og réttlæti Lítum nú á réttlætið; hvernig það einkennir sanna vináttu og er um leið prófsteinn á vináttueðli alls félagsskapar, samkvæmt kenningu Aristótelesar. Vinátta einkennist af réttlæti ein- faldlega á þann hátt að vinir breyta rétt hver gagnvart öðrum (EN 1162a30). „Vinátta og réttlæti ríkja milli sömu manna og hafa sama urnfang" (EN 1160a6-8). Það er ekki fyrr en menn eru orðnir „vinir“ í einhverjum skilningi að réttlætiskrafan kemur upp. Krafan eykst síðan eftir því sem vináttan er meiri, til dæmis er alvarlegra réttlætisbrot að veita föður sínum áverka en nokkrum öðrum (EN 1160a5). Réttlæti í sam- skiptum dygðugra manna er auk þess „sannara“ en rétt breytni sem ekki er til komin vegna þess að menn séu réttlátar persónur (EE 1243a33). Réttlætið í sinni sönnustu mynd ríkir þá milli fullkominna vina því að þeir eru réttlátir og iðka þá dygð mest og best í samskiptum sín á milli. Þess vegna segir Aristóteles: „...séu menn vinir, hafa þeir enga þörf fyrir rétt- læti, en séu þeir réttlátir þurfa þeir samt sem áður vináttunnar við og réttlætið í sinni sönnustu mynd er talið vera vináttueiginleiki.“(EN 1155a25-28). Aristóteles virðist þannig líta svo á að réttlætið sé háttur vina og að samskipti manna séu þess vegna þeim mun réttlátari sem þau líkjast meir sannri vináttu. Spurningunni „hvað er réttlæti?“ verður samkvæmt þessu best svarað með því að lýsa því hvernig sannir vinir breyta hvor gagnvart öðrum. Það, að réttlætið er eðliseinkenni sannrar vináttu, hlýtur hins vegar að fela í sér að öll vinátta beri almennt nafn sitt með réltu að sama rnarki og hún feli í sér réttlæti, vegna þess að samkvæmt kenningu Aristótelesar er mælikvarðinn á „réttnefni“ vináttunnar líkindi hennar við sanna vináttu, svo sem þegar hefur komið fram. En fyrir kemur að menn standa ekki undir skyldum sínum sem vinir, vegna þess að vinátta þeirra er ófullkomin. Rétt- lætið er dygð, en sé dygð vina ábótavant, þá telur Aristóteles að hegðan þeirra þurfi að taka mið af reglum réttlætisins, svo sem í ýrnis konar nytjavináttu, þar sem samskipti „vinanna“ eru að mestu leyti hrein vöruskipti eða verslun (sbr. EN 8.9 og 8.13). Þá er vinátta þeirra óeiginleg og sést það meðal annars á 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.