Hugur - 01.01.1989, Page 51
HUGUR
SIGURÐUR KRISTINSSON
réttlæti og hina einstakt réttlæti. Hinu einstaka réttlæti skiptir
Aristóteles enn í tvo hluta. Annars vegar réttlæti í skiptingu
hvers kyns gæða (skiptaréttlæti) og hins vegar það réttlæti sem
réttir hlut manna í viðskiptum af ýmsu tagi (viðskiptaréttlæti)
(EN 1130b30-l 131a9). Skiptaréttlætið felst í því að hver fái
hvorki meira né minna en hann á skilið. Að fá of mikið í sinn
hlut er óréttlát breytni, en að fá of lítið er að fá óréttláta
meðferð (EN 113 lb 17-20). Viðskiptaréttlætið fæsthins vegar
ekki um verðleika manna (EN 1132a3), heldur sér það til þess
að menn tapi hvorki né græði á viðskiptunum, hver fái í sinn
hlut jafnvirði þess sem hann lætur af hendi.
Hið einstaka réttlæti hlýtur að ríkja meðal sannra vina, þar
sem það er hluti af því almenna og það almenna einkennir
sanna vináttu, eins og áður sagði. í óeiginlegri vináttu, einkum
þeirri sem kemst á vegna nytsemi, virðist Aristóteles hins
vegar hugsa sér að hið einstaka réttlæti sé sá burðarás sem vin-
áttan stendur eða fellur með. í þess konar vináttu meta menn
hver annan eftir endurgjöldunum, en ekki eftir því hvers
konar manneskjur þeir eru. Þegar þar við bætist að nytjavinum
hættir stundum til ágirni (sbr. EN 8.13) verður ljóst, að hið
einstaka réttlæti er það eina sem getur hindrað að vináttan
verði að fjandskap.
Við skulum nú segja alveg skilið við hið einstaka réttlæti og
víkja þess í stað aftur að því sem ég nefndi almennt réttlæti.
Það fólst í því að hlýða lögunum og breyta gagnvart náungan-
um eins og dygðugur maður myndi gera. Þegar hefur koinið
fram, að menn verða sannari vinir, eftir því sem fullkomnara
réttlæti ríkir í samskiptum þeirra og einnig eftir því sem þeir
eru dygðugri. Einnig hefur komið fram, að Aristóteles talar
stundum um að í samfélaginu í heild geti ríkt vinátta. í ljósi
þessa má nú spyrja, hvaöa hlutverki Aristóteles ætlar lögunum
að gegna í að koma á sannari vináttu í samfélaginu.
Lögin ala upp þegnana
Höfuðkenning Aristótelesar um dygðina er sú, að hún sé
lyndiseinkunn, sem mótist af þeirri breytni sem menn venja sig
á. „Það skiptir því ekki litlu máli hvers konar venjur við
49