Hugur - 01.01.1989, Page 54

Hugur - 01.01.1989, Page 54
VINÁ1TA OC. RÉTTLÆTI IIUGUR Af þcssu má vera ljóst, að Aristóteles lítur svo á að félags- vinátta (og þar með borgaraleg vinátta, sem er ein tegund hennar) einkenni samfélag manna. Einnig virðist vera óhætt að gera ráð fyrir að hann hugsi sér hana sem dygð samfélagsins, að minnsta kosti lýsir hann því yfir að vináttan sé dygð (EN 1155a4-5). Nú virðist blasa við sú niðurstaða að Aristóteles telji að með því að ala þcgnana upp í góðum siðum geri lögin ekki einungis hvern þeirra að dygðugum einstaklingi, heldur borgríkið allt að dygðugu samfélagi. Vinátta ríki í samfélaginu um leið og meðiimir þess verði réttlátir. En hér vaknar sú spurning, hvaða máli það skipti hvort við segjum að vinátta ríki í samfélaginu eða einfaldlega að samfélagið sé réttlátt, vegna þess að það sem Aristóteles virðist álíta að skapi slíka vináttu er einmitt að réttlæti ríki. Ilver er munurinn á samfélagsvináttu og réttlæti í samfélagi, samkvæmt kenningu Aristótelesar? Aristóteles virðist vilja svara þessu með því að tengja vináttuna beinlínis við náttúrulegan tilgang samfélagsins, en líta fremur á réttlætið sem nauðsynlegt skilyrði þess að þcim tilgangi verði náð. Lítum að lokum á nokkur atriði þessu til stuðnings. Rcíílæti og markmið eða tilgangur félagsvináttu Aristóteles álítur að vináttan sé mönnum eðlileg. Manninum, sem og öðrum dýrum, er náttúrulegt að elska afkvæmi sín (sjá Gen. An. 753a7-16). Foreldrar elska böm sín eins og hluta af sjálfum sér og börnin elska foreldrana einfaldlega vegna þess að þeir eru foreldrar þeirra. Bræður elska liver annan vegna þess að þeir eru „af sama holdi og blóði“ (EN 1161 b 18-32). En auk þessara náttúrulegu ástæðna, þá er það staðreynd um manninn að ýmsir aðrir þættir vekja með honum ást og vináttu. Meðal þeirra er til dæmis sameiginlegt uppeldi, svip- aður aldur og sá tími sem menn verja saman (EN 1161b24 og 34). Það er síðan önnur staðreynd um manninn að hann þrífst aðeins í samfélagi við aðra menn og það ekki aðcins vegna þess að það auðveldi honum að afla sér lífsviðurværis, heldur þarf maðurinn félagsskap (EE 1242a8-9). En auk þess sem allir 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.