Hugur - 01.01.1989, Síða 61

Hugur - 01.01.1989, Síða 61
HUGUR ATLI HARÐARSON kallar sífellt á „eitthvað blárra, eitthvað skýrra“ sem sam- ræmist fyrirmyndum [Ideale] eða hugsjónum hennar um full- komnun. Það má undarlegt heita hvað kenningum Kants um hug- sjónir eða fyrirmyndir skynseminnar og kröfur hennar um að við fylgjum fordæmi þessa fullkomna manns hefur verið lítill gaumur gefinn. Flestir sem skrifa um siðfræði hans láta sem þeir hafi aldrei lesið kaflann hér að framan úr Gagnrýni hreinnar skynsemi. Þetta er mikill skaði, því siðfræði Kants er óskiljanleg nema með hliðsjón af kenningum hans um skynsemina í þeirri bók. Frægasta, og sennilega torskildasta, siðfræðirit Kants er Grundvöllur að frumspeki siðferðisins. í þessu riti heldur hann því meðal annars fram að siðferðilega röng breytni sé því marki brennd að enginn geti viljað að forsendur [Maxime] hennar verði að lögum sem allir fylgja. Þar segir: Ég þarf enga sérstaka skarpskyggni til að sjá hvað ég þarf að gera til að vilji minn [mein Wollen] sé góður. Þó ég hafi enga reynslu af veraldarvafstri og sé ófær um að vera viðbúinn hverju sem henda kann þá dugar mér að spyrja sjálfan mig: Getur þú viljað að forsendur breytni þinnar verði að almennum lögum? [Kannst du auch wollen, dass deine Maxime ein allgemeines Gesetz werde?].2 3 Síðar í sömu bók segir Kant: Sum verk eru með þeim ósköpum að ekki er einu sinni hægt, mótsagnarlaust [ohne Widerspruch| að hugsa sér forsendur [Maxime] þeirra sem almenn náttúrulög |allgemeines Naturgesetz]; og því síður er hægt að vilja [wollenj að þær verði að slíkum Iögum. I öðrum verkum rekumst við ekki á þennan innri ómöguleika þó ómögulegt sé að vilja [wollen] að forsendur þeirra fái algildi náttúrulaga [Allgemeinheit eines Naturgesetzes], þvf slíkur vilji væri í mótsögn við sjálfan sig [ein solcher Wille sich selbst widersprechen wúrde].2 Þetta og fleira sem Kant segir í Grundvelli að frumspeki siðferðisins hefur oft verið túlkað svo að hann hafi talið að 2 Immanuel Kant:Grundvöllur að frumspeki siðferðisins [Grundlegung zur Metaphysik der Sitten] IV, 403 3 Sama rit, IV, 424. 59 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.