Hugur - 01.01.1989, Síða 63

Hugur - 01.01.1989, Síða 63
HUGUR ATLI HARÐARSON Það er ein og aðeins ein afdráttarlaus skylda [kategorischer Imperativ] og hún er þessi: breyttu ætíð þannig að þú getir viljað að forsendur verka þinna verði að almennum lögum. [handle nur nach derjenigen Maxime, durch die du zugleich wollen kannst, dass sie ein allgemeines Gesetz werde.]4 Ef við skiljum „getir viljað“ í ljósi þess sem hér fór á undan þá sjáum við að þessi kenning um afdráttarlausa skyldu felur það eitt í sér að mönnum beri afdráttarlaus skylda til að breyta þannig að verk þeirra samræmist hugsjónum eða kröfum skynseminnar um fullkomnun. Þar sem skynsemin er óvilhöll þýðir þetta að menn eigi ekki að gera upp á milli sjálfra sín og annarra, ekki að brjóta þau lög sem þeir vilja að aðrir hlýði. Þessi kenning um að mönnum beri afdráttarlaus skylda til að hlýða eigin skynsemi segir þeim auðvitað ekkert um hvað þeir eiga að gera. Kant ætlaði sér aldrei að setja fram reglu sem fólk gæti notað til að finna út hver skylda þess er. Hann var þess fullviss að allt venjulegt fólk vissi það sem vita þarf um skyldur sínar við sjálfan sig og náungann og hafði að því er virðist hvorki áhuga á að setjast í dómarasæti yfir fólki né að leggja því lífsreglurnar. Við getum líkt siðfræði Kants við skáldskaparfræði. Skáld- skaparfræðin fjalla uin hvernig skáldverk eru byggð og hver munur er á bókmenntatextum og öðrum textum. En bók- menntafræðingar ætla sér yfirleitt ekki að segja skáldunum hvemig þau eigi að skrifa. Með siðfræði sinni reyndi Kant að gera grein fyrir því hvaða mælikvarða menn nota til að meta siðferðilegt rétmiæti, hvaða munur er á siðadómum og öðrum dómum og hvað felst í því að taka siðferðilega afstöðu. Kenning hans er í sem stystu máli sú að siðleg breytni og siðferðileg afstaða byggist á því að gera ekki upp á milli sjálfra sín og annarra heldur fylgja þeim reglum sem samrýmast kröfum skynseminnar um fullkomnun og maður vill að allir fari eftir. Siðadóma taldi hann grund- vallaða á kröfum skynseminnar um fullkomnun og þar með óháða öllu kennivaldi. Með þessari kenningu vildi Kant meðal annars sýna fram á rétt og hæfni hvers manns til að grundvalla breytni sína á eigin 4 Samarit, IV, 421. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.