Hugur - 01.01.1989, Side 64
SIÐFRÆÐI KANTS OO AFSTÆÐISHYGGJA
HUGUR
skynsemi. Hann var sannfærður um að hver maður sé fær um
að skoða veruleikann undir siðferðilegu sjónarhomi og að
ágæti fólks sé fólgið í hlýðni þess við boð sinnar eigin skyn-
semi, hollustu við sínar eigin hugsjónir, en ekki í undirgefni
við neitt kennivald. í ritgerð sinni Hvað er upplýsing hvetur
Kant fólk til að þora að hugsa fyrir sig sjálft og fordæmir van-
þroska [Unmiindigkeit] þeirra sem una því glaðir að hafa bók
fyrir skilning, prest fyrir samvisku og lækni til að segja sér
hvað þeir eigi að éta.5
3. Afstæðishyggja
Ég vona að mér hafi tekist að sýna fram á það að rétt sé að
skilja siðfræði Kants og kenningu hans um afdráttarlausa
skyldu með hliðsjón af því sem hann segir um fyrirmyndir
[Ideale], eða hugsjónir, í Gagnrýni hreinnar skynsemi. Ég er
reyndar ekki sá fyrsti sem skil siðfræði Kants í ljósi kenninga
hans um fyrirmyndir skynseminnar. Enski heimspekingurinn
T. H. Green (1836 - 1882) skildi siðfræði Kants á líkan veg.6
Green sótti mjög til kenninga Kants og líkt og aðrir hug-
hyggjumenn 19. aldar, eins og til dæmis Hegel og Bradley,
gerði hann kenningar Kants um skynsemina að homsteini
fræða sinna.
Ólíkt Kant lagði Green áherslu á að skynsemin væri
afsprengi sögulegrar þróunar.7 Hann lagði áherslu á að
hugsjónir skynseminnar þróuðust og endurspegluðu enn aðeins
til hálfs hina raunverulegu fullkomnun. Hvort þessi raun-
verulega fullkomnun á sér einhverja samsvörun í veruleik-
anum veit ég auðvitað ekki. En síðar í þessari ritgerð mun ég
færa rök að því að við höfum siðferðilegar ástæður til að trúa
því að hugsjónir okkar geti þróast í átt til fullkomnunar eða
5 Sjá: Immanuel Kant: „Hvað er upplýsing" [Was ist Aufklárung] VIII,
35.
6 Sjá: T. H. Green: Prolegomena toEthics, 3. bók, 2. kafli.
7 Það er allt annað en auðvelt að átta sig á hugmyndum Kants um
sögulega þróun skynseminnar. Ljóst er þó að hann taldi hana á
einhvem hátt afsprengi sögulegrar þróunar, sjá til dæmis: Idee zu einer
allgemeinen Gesichte in weltbiirgerlicher Absicht VIII, 17 - 31 og
Mutmasslicher Anfang der Menschen- gesichte VIII, 107 - 123
62