Hugur - 01.01.1989, Page 65

Hugur - 01.01.1989, Page 65
HUGUR ATLI HARÐARSON endanlegs sannleika. Þessi trú getur aldrei verið reist á vísinda- legum grunni, hún er krafa siðferðilegrar skynsemi, eða sið- vitsins, rétt eins og trúin á að vísindin nálgist stöðugt endan- legan sannleika er grundvölluð á kröfum skynseminnar um einingu og dýpri náttúrulögmál. Hér er ekki ætlunin að fara nánar út í kenningar T. H. Green. En eins og komið hefur fram virðist mér sú hugmynd hans vera býsna skynsamleg er kveður á um að þær hugsjónir, sem liggja til grundvallar siðviti okkar og siðadómum þróist. Með þessa hugmynd að vopni má, að ég held, sigrast á því vandamáli sem er einna erfiðast fyrir þá sem vilja verja sið- fræði í anda Kants. Ég minntist á þetta vandamál í inngangi. Til þess að skýra enn betur í hverju það er fólgið ætla ég að gefa Kant sjálfum orðið: Hver maður hefur samvisku [Gewissen] og finnur að þessi innri dómari fylgistmeð honum,8 ...samviskan [das Gewissen] er siðvitið [die praktische Vernunft], sem í öllu því sem heyrir undir lög, sýnir mönnum hver skylda þeirra er svo þeir séu sýknaðir eða sakfelldir.9 ...ég ...vil aðeins taka það fram ...að samviskunni skjátlast aldrei. [...ich ...bemerke nur ...dass ...ein irrendes Gewissen ein Unding sei.]10 Hér heldur Kant því fram að hver maður hafi samvisku; þessi samviska sé ekki aðgreind frá skynseminni, heldur sú hlið hennar sem kallast siðvit; hún upplýsi menn um hver skylda þeirra er og henni skjátlist aldrei. Astæða þess að Kant telur að samviskunni, eða siðvitinu, skjátlist aldrei í dómum sínum um hver skylda manns er, er líklega sú að hann taldi það æðstu skyldu hvers manns að hlýða sinni eigin skynsemi. Samkvæmt þessu er ekki kostur á neinu siðferðilegu kennivaldi. Eina leiðin til að breyta siðlega er að breyta í samræmi við boð sinnar eigin skynsemi. En sé þetta rétt hljóta þá ekki siðadómar allra að vera jafn réttháir? Hvað ef tvo menn greinir á um siðferðileg efni hlýtur þá ekki það sem er siðferðilega rétt 8 Immanuel Kant:Frumspeki siðferðisins [Metaphysik der Sitten] VI, 438. 9 Sama rit, VI, 400. 10 Sama rit, VI, 400. 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.