Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 65
HUGUR
ATLI HARÐARSON
endanlegs sannleika. Þessi trú getur aldrei verið reist á vísinda-
legum grunni, hún er krafa siðferðilegrar skynsemi, eða sið-
vitsins, rétt eins og trúin á að vísindin nálgist stöðugt endan-
legan sannleika er grundvölluð á kröfum skynseminnar um
einingu og dýpri náttúrulögmál.
Hér er ekki ætlunin að fara nánar út í kenningar T. H.
Green. En eins og komið hefur fram virðist mér sú hugmynd
hans vera býsna skynsamleg er kveður á um að þær hugsjónir,
sem liggja til grundvallar siðviti okkar og siðadómum þróist.
Með þessa hugmynd að vopni má, að ég held, sigrast á því
vandamáli sem er einna erfiðast fyrir þá sem vilja verja sið-
fræði í anda Kants. Ég minntist á þetta vandamál í inngangi. Til
þess að skýra enn betur í hverju það er fólgið ætla ég að gefa
Kant sjálfum orðið:
Hver maður hefur samvisku [Gewissen] og finnur að þessi
innri dómari fylgistmeð honum,8
...samviskan [das Gewissen] er siðvitið [die praktische
Vernunft], sem í öllu því sem heyrir undir lög, sýnir mönnum
hver skylda þeirra er svo þeir séu sýknaðir eða sakfelldir.9
...ég ...vil aðeins taka það fram ...að samviskunni skjátlast
aldrei. [...ich ...bemerke nur ...dass ...ein irrendes Gewissen
ein Unding sei.]10
Hér heldur Kant því fram að hver maður hafi samvisku;
þessi samviska sé ekki aðgreind frá skynseminni, heldur sú hlið
hennar sem kallast siðvit; hún upplýsi menn um hver skylda
þeirra er og henni skjátlist aldrei. Astæða þess að Kant telur að
samviskunni, eða siðvitinu, skjátlist aldrei í dómum sínum um
hver skylda manns er, er líklega sú að hann taldi það æðstu
skyldu hvers manns að hlýða sinni eigin skynsemi. Samkvæmt
þessu er ekki kostur á neinu siðferðilegu kennivaldi. Eina
leiðin til að breyta siðlega er að breyta í samræmi við boð
sinnar eigin skynsemi. En sé þetta rétt hljóta þá ekki siðadómar
allra að vera jafn réttháir? Hvað ef tvo menn greinir á um
siðferðileg efni hlýtur þá ekki það sem er siðferðilega rétt
8 Immanuel Kant:Frumspeki siðferðisins [Metaphysik der Sitten] VI,
438.
9 Sama rit, VI, 400.
10 Sama rit, VI, 400.
63