Hugur - 01.01.1989, Side 66

Hugur - 01.01.1989, Side 66
SIÐFRÆÐI KANTS OG AFSTÆÐISHYGGJA HUGUR fyrir annan þeirra að vera rangt fyrir hinn? Sé svo getur þá verið til einhver algildur sannleikur um siðferðileg efni? Þetta eru flóknar spurningar. Mér virðist að í sumum tilvikum geti vel verið að það sem er siðferðilega rétt fyrir einn sé rangt fyrir annan. Menn geta lifað vel og fagurlega á fleiri vegu en einn. Fmmskylda hvers manns við sjálfan sig er að vera trúr þeim hugsjónum sem hann vill móta líf sitt eftir og menn geta haft mismunandi hugsjónir. Meðan við höldum okkur á sviði einstaklingssiðferðis þá er alls ekki útilokað að fallast á að það sem er rétt fyrir einn að gera geti verið rangt fyrir annan. En stundum þarf að taka siðferðilegar ákvarðanir fyrir heila hópa eða heilar þjóðir eins og til dæmis þegar lög em sett. Eigi slíkar ákvarðanir að hvíla á siðferðilegum grunni þá verður að gera ráð fyrir því að til sé einhvers konar sið- ferðilegur sannleikur sem allir verða að beygja sig undir. Hvemig á að bregðast við þegar tveir menn eða fleiri þurfa að koma sér saman um siðferðilega ákvörðun og þá greinir á? Ef hver maður er löggjafi um siðferðileg efni hvemig er þá hægt að skera úr þegar tveir deila? Það er ekki til neitt kennivald sem báðir verða að lúta og að því er virðist engin siðferðilega réttmæt aðferð til að taka sameiginlega ákvörðun. Kant gæti reynt að snúa sig út úr þessum vanda með að minnsta kosti tvennu móti: I fyrsta lagi gæti hann haldið því fram að í raun og veru séu allir menn sammála um siðferðileg efni og sagt að líti menn málin undir siðferðilegu sjónarhomi þá komist allir að sömu niðurstöðu svo framarlega sem þeir hafa sömu þekkingu á málsatvikum. Samkvæmt þessu er ágreiningúr sem virðist vera um siðferðileg efni ævinlega um eitthvað annað en það hvað er rétt og hvað rangt, eins og til dæmis um það hvemig stað- reyndum málsins er háttað. Sé þetta rétt þá er allur siðferði- legur ágreiningur af líku tagi og þær deilur sem oft verða um dómgæslu í knattspymu. Þegar menn deila um hvort rétt hafi verið að dæma víti þá eru þeir yfirleitt ekki ósammála um undir hvaða kringumstæðum sé rétt að dæma víti heldur um hvað raunverulega gerðist, eins og til dæmis hvort leikmaður hafi verið kominn inn fyrir vítateig, hvort hann hafi snert knöttinn með hendinni, hvort einhver hafi bara dottið eða verið hrint og svo framvegis. 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.