Hugur - 01.01.1989, Page 67

Hugur - 01.01.1989, Page 67
HUGUR ATLI HARÐARSON / öðru lagi gæti Kant haldið því fram að þegar menn deila um siðferðileg efni þá líti að minnsta kosti annar deiluaðila ekki á málið undir siðferðilegu sjónarhomi heldur byggi dóma sínu á öðru en kröfum skynseminnar. Þetta gerist auðvitað stunduin. Allir þekkja dæmi um frekju, yfirgang, hugsunar- leysi og vita að fólk á það til að svara rökum með skætingi, útúrsnúningum eða jafnvel öskrum og óhljóðum og neita þannig að taka siðferðilega afstöðu. Mér virðist hvorug þessara leiða fær til þess að komast hjá vandamálinu um siðferðilegan ágreining. Eg held að þær séu ófærar af tveim ástæðum. Onnur er sú að það er einfaldlega mjög ósennilegt að allur sá ágreiningur sem virðist vera um siðferðileg efni sé í raun og veru um eitthvað allt annað. Hin er sú að það er siðferðilega rangt að gera ráð fyrir því að þeir sem eru ósammála okkur um siðferðileg efni byggi dóma sína ýmist á vanþekkingu eða á forsendum sem koma siðferði ekkert við. Við eigum að bera virðingu fyrir þeim sem eru ósammála okkur og það gerum við ekki ef við lítum svo á að þeir byggi dóma sína á öðrum sjónarmiðum en siðferðilegum eða neiti að taka tillit til málsatvika sem við höfum bent þeim á. Ef við teljum að ágreiningur sem virðist vera um siðferði- leg efni sé í raun ætíð um málsatvik þá hættir okkur líka til að falla í þá gryfju, sem Kant varaði við í ritgerð sinni lívað er upplýsing, að fela sérfræðingum úrlausn allra siðferðilegra álitamála og una því að vera aðeins hálfir menn með skýrslur fyrir skynsemi og stimpil fyrir samvisku. Og ef við lítum svo á að þeir sem halda fram skoðunum öndverðum okkar skoði málin ekki undir siðferðilegu sjónarhomi, þá eignum við þeim annarlegar hvatir í stað þess að rökræða við þá í fullri alvöru. Með efasemdum mínum um að þessar tvær leiðir færi okkur að lausn vandans er ég auðvitað ekki að halda því fram að þær séu aldrei færar. Auðvitað er stundum rétt að gera ráð fyrir því að sjónarmið fólks ráðist af frekju og fáfræði. En þegar ágreiningsmál, eins og fóstureyðingar, líknarmorð, rétt- mæti þess að banna notkun vímuefna eins og áfengis, hafa verið rædd fram og aftur af fólki sem er yfirvegað, hefur þekkingu á málsatvikum og færir skynsamleg rök fyrir máli sínu, þá er engin leið að gera ráð fyrir því að sjónarmið annars aðilans ráðist af fáfræði eða annarlegum hvötum. 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.