Hugur - 01.01.1989, Page 69
HUGUR
ATLl HARÐARSON
valinn.“ Sé þetta rétt og séu kostimir siðferðilega jafngildir er
þá ekki réttast að greiða bara atkvæði eða varpa hlutkesti eins
og menn gera gjama þegar velja þarf milli tveggja kosta og
engin knýjandi rök hníga að því að annar sé valinn fremur en
hinn? Auðvitað ekki. Séu deiluaðilar sammála um eittltvað þá
er það að kostimir séu ekki siðferðilega jafngildir og það skipti
máli hvor er valinn. Ef þeir eru með öllum mjalla þá vilja þeir
frekar leiða deiluna til lykta með rökræðum en greiða afkvæði
eða varpa hlutkesti.
Af þessu dæmi má ljóst vera að afstæðishyggjan er undir
sömu sök seld og hinar leiðirnar tvær: Ilún gerir okkur
ómögulegt að taka siðferðilegan ágreining alvarlega. Hún neit-
ar kannski ekki að hann sé til. En hún segir að hann sé tæpast
áreynslunnar virði því hvorugur sé að leiðrétta neina villu hjá
hinum. Þótt afstæðishyggjan stangist ekki beinlínis á við stað-
reyndir þá er hún óþolandi því hún felur í sér að rökræður um
siðferðileg efni séu fánýtar, þær leiði menn ekki nær sann-
leikanum, vegna þess að samkvæmt afstæðishyggjunni er eng-
inn sannleikur til.
Við höfum nú athugað þrjár tilraunir til að sætta þá skoðun
Kants að hver maður sé löggjafi og dómari um siðferði og þá
staðreynd að menn greinir á um siðferðileg efni. Niðurstaða
athugananna er sú að þessar þrjár tilraunir séu allar dæmdar til
að mistakast. Tvær þær fyrri mistakast bæði vegna þess að þær
stangast á við staðreyndir og vegna þess að þær eru siðferði-
lega rangar. Sú síðasta mistekst vegna þess að hún er óþolandi.
En geturkenning ekki verið sönn þótt hún sé óþolandi? Nei,
ekki í siðfræði. Siðfræði fjallar um hvemig mönnum er best að
vera og hvað er gott fyrir þá að gera og ef siðfræðikenning
felur það í sér að menn verði að gera hluti sem allir sjá að eru
siðferðilega rangir þá hlýtur hún að vera ósönn. Fyrrgreind
afstæðishyggja felur í sér að fánýtt sé að rökræða um sið-
ferðileg efni því engin leið sé að slíkar rökræður leiði til
réttari skoðana. En allir sjá og skilja að það er siðferðileg
skylda að reyna að leiða siðferðilegan ágreining til lykta með
rökum. Þess vegna ereitthvað bogið við þessa afstæðishyggju.
En standa okkur aðrar leiðir til boða en þessar þrjár? Eins
og ég ýjaði að hér á undan, þar sem ég minntist á T.H. Green,
tel ég svo vera. Ég tel að með því að nota þá kenningu Green að
67