Hugur - 01.01.1989, Side 74
JORUNDURGUÐMUNDSSON
TVENNIR TÍMAR í SIÐFRÆÐI
DAVÍÐS HUME
Inngangur
í því sem hér fer á eftir, mun ég beina athyglinni að tveimur
þáttum í siðfræði Davíðs Hume. Fyrra viðfangsefnið er
nokkuð hefðbundið og almennt rætt meðal þeirra sem áhuga
hafa á siðfræði Humes, en hið síðara ekki. Fyrra atriðið varð-
ar hugmyndir Humes um samhygð, sem lesendur hafa væntan-
lega fræðst eitthvað um af skrifum og ræðu Páls Ardal, ef ekki
af Davíð sjálfum. Síðara atriðið sem ég mun fjalla um varðar
ýmsar vangaveltur um það hvort skoðanir Humes séu hinar
sömu í tveimur höfuðritum hans um siðfræði, það er, hvort
seinna rit hans, Rannsókn á undirstöðum siðferðisins, hafi í
grundvallaratriðum fram að færa aðra kenningu en þá sem
birtist í ritinu Ritgerð um mannlegt eðli?
Ef við skoðum þetta nánar, þá vil ég halda tvennu fram
varðandi kenningu Humes um samhygð. Annars vegar því,
sem flestir telja ekki vera, að kenningin bjóði í raun upp á
raunhæfa lausn á þeim vanda sem fylgir því að gera skýra og
samkvæma grein fyrir siðferðilegu mati okkar á öðru fólki.
En hins vegar, að kenningin um samúð beini ljóslega athygli
okkar að þeim vandkvæðum sem eru Hume livað skeinu-
hættust. Dæmi um seinna atriðið er spumingin: hvemig má
skýra það að við berum umhyggju fyrir alls óviðkomandi
fólki? eða þessi: hvers vegna metum við menn á einn veg
fremur en annan? Ég mun beina athyglinni að nokkmm þeirra
atriða í kenningu Humes, sem margir fræðimenn telja að verði
honum að falli, en legg jafnframt á borð fyrir ykkur mínar
eigin túlkanir, sem benda til þess að I lurne hafi í raun átt lausn
á þessum vanda í fórum sínum og það meira að segja í
Ritgerðinni um mannlegt eðli. Ég mun einnig fjalla um grein-
armun þess að líta á samhygð sem lögmál um flutning til-
finninga milli manna (principle of communication) og hins að
líta á samhygð sem verk ímyndunarinnar (imaginary process).
I Ijósi þessara athugasemda þá vil ég hafna þeirri víðteknu
skoðun, að á efri árum sínum, eða með öðrum orðum í riti