Hugur - 01.01.1989, Page 83
HUGUR
JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON
hugtakið góðvild við hlutverki hugtaksins samhygð.13 Tvennt
þarf að nefna hér í þessu samhengi: í fyrra lagi, að augljóst er
að Selby-Bigge skilur hugtakið samhygð sem lögmál um
tilfinningaflutning. Skilið á þennan hátt þá getur hann vitan-
lega haldið því fram að Hume hafi varpað hugtakinu fyrir
róða, reyndar væri það mjög líklegt eins og ég hef þegar hald-
ið fram. En ef hugtakið samhygð byggist á greinargerð Humes
fyrir ímynduninni, eins og ég tel að Hume hafi á endanum
viljað, þá verður kenning Selby-Bigge vafasöm, svo ekki sé
meira sagt. Hume notar hugtakið samhygð í Rannsókninni,
nema hvað hann leggur hreint ekki eins mikla áherslu á mikil-
vægi þess og í Ritgerðinni. Þrátt fyrir að svo sé, þá tel ég
mögulegt að hugmyndir hans um samhygð séu í raun hinar
sömu í báðum ritunum. í öðm lagi er það ljóst, að samkvæmt
þeim skilgreiningum sem Hume gefur á hugtökunum samhygð
og góðvild, þá getur seinna hugtakið ekki leyst það fyrra af
hólmi, þar sem það er allt annars eðlis. Samhygðimii er ætlað
að styðja þá grundvallarskoðun Humes að öllum mönnum sé í
raun þóknanlegt allt það sem eykur á velferð mannkynsins. En
í Rannsókninni er góðvildinni einungis ætlað það hlutverk að
skýra hvers vegna þeir eiginleikar manna eru okkur ætíð
þóknanlegir, sem auka á hamingju og velferð samfélagsins.
Segja má að óskýr viðmið í þeirri aðferð sem beitt er til
þess að ákvarða hvað geti talist umbætur á kenningu og hvað
ekki, sé orsök þess ruglings sem átt hefur sér stað um raun-
verulegar skoðanir Humes. Mér virðist, að þær umbætur og
breytingar sem finna má í Rannsókninni, megi fyrst og fremst
rekja til breyttrar framsetningar efnisins, en ekki innihalds. í
ljósi þeirra hörðu dóma sem Hume mátti þola er hann birti
Ritgerðina, þá er það deginum ljósara, að hann hefði aldrei
sett kenningu sína og hugmyndir fram á nýjan leik með sama
orðfæri og sömu hugtakanotkun og áður.
Sú einfalda staðreynd, að hugtakið samhygð kemur ekki
eins oft fyrir í seinna ritinu og því fyrra, felur þess vegna ekki
í sér að umrætt hugtak hafi verið lækkað í tign í þessari nýju
13 Selby-Bigge, L.A.: "Introduction" í Hume's Enquiries, 3ja útgáfa,
Oxford 1975, bls. xxiv. Fleiri hafa tekið undir þessa skoðun, þar á
meðal Nicholas Capaldi: David Hume: The Newtonian Philosopher,
Boston 1975, og John Laird: Hume's Philosophy of Human Nature,
London 1932.
81