Hugur - 01.01.1989, Page 84

Hugur - 01.01.1989, Page 84
TVENNIR TÍMAR í SIÐFRÆÐI DAVÍÐS HUME HUGUR greinargerð Humes fyrir siðferðinu. Þvert á móti tel ég augljóst að það sé ekkert í umræðunni um samhygð í Rann- sókninni, sem í grundvallar atriðum getur talist ósamræman- legt við samsvarandi umræðu í Ritgerðinni. En hlutverk hug- taksins góðvild, er ekki það sama í báðum ritunum og svo virðist sem Hume hafi komist að þeirri niðurstöðu er hann vann að samningu Rannsóknarinnar, að almenn góðvild gegni veigameira hlutverki en hann hafði ætlað henni í Ritgerðinni. Það sem Hume tekur sér fyrir hendur að sýna fram á í Rannsókninni, er það að góðvild sé grundvöllur velþóknunar okkar á því, sem eykur á hamingju og velferð samfélagsins. Þetta aukna umfang hugtaksins leiðir þó ekki til þess að það geti komið í stað samhygðar, af þeirri einföldu ástæðu að það getur ekki eitt og sér skýrt öll þau atriði sem samhygðinni var beitt til að skýra í Ritgerðinni. Til dæmis, þá getur góðvild ekki skýrt hvers vegna við lítum jafnt með velþóknun til þeirrar breytni sem leitt hefur til góðs fyrir samfélög í fymdinni og þeirrar breytni sem er okkar eigin samfélagi til góðs í dag. Almenn góðvild, ein og sér, getur ekki heldur skýrt hvers vegna við berum hag annarra manna fyrir brjósti (þ.e.a.s. alls mannkyns), nema því aðeins að hún sé reist á lög- málinu um ímyndunina, en slíka greinargerð er hvergi að finna hjá Hume. Kenning Humes um siðferðið í Rannsókninni samanstendur annars vegar af góðvild, sem er eins og áður segir forsenda velþóknunar okkar á því sem eykur á hamingju og er sam- félaginu til góðs, og hins vegar því sem Hume kallar „lögmál mannúðarinnar“ (principles of humanity). En í mínum huga gegna þau í grundvallaratriðum sama hlutverki og samhygð gerir í Ritgerðinni. Hvort tveggja, samhygð og mannúð, koma fyrir í Rannsókninni, í sama skilningi og samhygð sem lögmál ímyndunarinnar sem er, eins og ég hef haldið fram, grundvallarhugmynd Ritgerðarinnar. Þessu til fulltingis skulum við líta á eftirfarandi tilvitnun úr Rarmsókninni: Þegar maður stamar og flytur mál sitt með harmkvælum, þá finnum við jafnvel til samhygðar með þessum smávægilegu óþægindum, og kennum til fyrir hans hönd. Nú er það regla gagnrýninnar, að sérhver samsetning stafa eða atkvæða, sem veldur talfærunum óþægindum í flutningi, virðist einnig ærandi og óþægileg í eyrum okkar vegna ákveðinnar tegundar samhygðar. Það er jafnvel svo, að þegar við rennum augum 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.