Hugur - 01.01.1989, Page 87

Hugur - 01.01.1989, Page 87
HUGUR JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON tvö eru í grundvallaratriðum samkvæm í öllum höfuðatriðum er siðferðiskenningu hans varða. Þetta tel ég færa haldgóðar sönnur á réttmæti túlkunar minnar. III Þrátt fyrir að siðferðikenning Humes í Rannsóknirmi sé í höfuðatriðum samkvæm kenningunni í Ritgerðinni, eins og ég hef haldið fram, þá megum við ekki líta fram hjá mikilvægum atriðum sem ólík eru í þessu tveimur ritum. Réttilega hefur verið á það bent, að Ritgerðin sé heimspekilegt verk fyrst og fremst, þar sem Rannsóknin sé hins vegar meistaraverk fágaðra skýringa. Og þetta gefur til kynna mikilvægi þess að um þau sé fjallað á aðskilinn máta, ef menn hafa hug á að kynna sér viðhorf Humes á réttmætan hátt. Sú staðreynd ein, að stílbrigði bókanna tveggja eru ólík, nægi til þess að sýna fram á: ...hvers vegna það er óæskilegt að vitna til Ritgerðarinnar og Rannsóknarinnar án þess að gera þar skarpan greinarmun á...við getum ekki ætlað, að hugtök sem fengin hefur verið sérstök tæknileg merking í tveimur síðustu bókum Ritgerðarinnar, hafi sömu merkingú í Rannsókninni á undirstöðum siðferðisins, því Hume heldur litlu til haga af dularfullri sálarfræðigreiningu sinni í hinu seinna og vinsælla riti sínu.18 Burtséð frá öðrum efnislegum mismun sem er á ritunum tveimur, þá er ljóst, að í Rarmsókninni, þá hefur Hume gefið upp á bátinn flest þeirra aðferðafræðilegu lögmála er hann beitti í Ritgerðinni. Þegar Hume samdi Ritgerðina, þá var hann undir miklum áhrifum frá Newton og vann að því hörðum höndum að koma á fót vísindalegri tilraunaaðferð, er skyldi verða forsenda nýrrar kenningar um mannlegt eðli. Þessi áhersla á vísindalega tilraunaaðferð - eða með öðrum orðum, hin sálfræðilega athugun á mannlegu eðli - er með öllu horfin í Rannsókninni. Hume virðist fljótt hafa áttað sig á ýmsum takmörkunum hinnar sálfræðilegu skýringar og komist að þeirri niðurstöðu að þekkingar á mannlegur eðli bæri að afla með öðrum hætti. Hann byggir því ekki lengur greinargerð sína fyrir siðferðinu á sálarfræðinni, heldur fyrst 18 Páll S. Árdal: samarit, bls. 2. 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.