Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 15

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 15
BÚNAÐARRIT 9 Náttúruhvðt. Misjafnar eru hvatir skepnanna, eigi síður en mannanna, og er æðarfuglinn engin undan- tekning frá þeirri reglu. Sumar æðirnar eru blíðar og góðlyndar, en sumar eru grimmar og gráiyndar; sumar eru gæfar, en sumar eru styggar. Sumum má strjúka í hreiðrunum án þess þær róti sér, en sumar fljúga upp um leið og maður- inn nálgast hreiðrið. Sumar eru svo geðstirðar, að þær fljúga beint á manninn, þegar hann kemur nálægt þeim,. og einkennilegt er það, að þegar konan er svona ill í skapi, þá er bóndinn það oftast nær iika; en annars ber örsjaldan á því, að blikinn ygli sig við manninn. Sumar æðirnar breiða ætíð yflr eggin sín, þegar þær fara af þeim -r og ekki nóg með það, að þær breiði yflr sín eigin egg, heldur vappa þær frá hreiðri til hreiðurs og breiða yflr öll egg, sem þær ná til, á meðan þeim endist tími. Sumar skeyta aldrei um að breiða yttr sín eigin egg, hvað þá heldur annara. Sumar æðir verpa einu eggi og stundum tveimur í hreiður sín, fljúga siðan á braut og koma ekki að hreiðrinu aftur, fyr en að 2—3 dög- um liðnum; en sumar yfirgefa aldrei hreiðrið, frá því þær byrja að verpa, þangað til þær eru búnar að unga út, nema þá sakir ónæðis eða hræðslu. Sumar fljúga upp með þeim fítonskrafti, að þær sparka eggi eða egg- jum út úr hreiðrunum, um leið og þær taka sig upp,. en sumar lyfta sér hægt af hreiðrunum og gera eggjum sínum ekkert meín. Sumar óhreÍDka eggin sín í hvert sinn og þær fara af þeim, en sumar óhreinka þau aldrei. Af öllu þessu má sjá, að „svo er margt sinnið sem skinnið", eigi síður á meðal æðarkollnanna en annara lifandi vera; en ekki eru öll þessi skapbrigði jafnmikils valdandi um myDdun fúlu eggjanna. Það er einkum þrent af því, sem að framan er talið, sem áhrif getur haft á eggið — til dauða. A. Má fyrst nefna það, að æðurin flýgur á braut frá hreiðrinu, þegar hún er búin að verpa einu eggi

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.