Búnaðarrit - 01.01.1915, Qupperneq 23
BÚNAÐARRIT
17
iþeir haít þá góðu meðvitund, að hafa orðið þess vald-
andi, að sá atvinnuvegur, sem með framtíðinni ætti að
verða einna arðvænlegastur allra atvinnuvega hér á landi,
væri nú úr sögunni. Það er nefnil. drápgirnin og öf-
undin, þessar tvær alræmdu og andstyggilegu ódygðir,
sem reka þessa sómamenn(!!) í bardagann gegn oss varp-
mönnunum. Þeir geta aldrei skilið það, að æðarfuglinn
er þúsund sinnum arðsamari landinu, á meðan hann
lifir, en á meðan þeir eru að kroppa af honum kjúk-
urnar í einhverju skúmaskotinu; ekki tjáir þeim að eta
hann i birtunni, eins og heiðarlegir menn eta sinn mat.
Þeir vilja heldur aldrei viðurkenna, að vér varpmennirnir
eigum meiri rétt á fuglinum en þeir. En þar misskilst
þeim herfilega. Aður en æðarfuglafriðunarlög voru samin
og samþykt af alþingi íslendinga, mátti svo heita, að
æðarfuglinn væri jafn-rétthár fyrir öilum ; og þó höfðu
þeir siðferðislega meiri rétt á honum, sem fóru vel með
hann, heidur en hinir, sem kvöldu hann og drápu, vegna
skammsýni og ills innrætis. En síðan friðunarlögin voru
samþykt, eigum vér varpmenn óendanlega meiri rétt á
fuglinum heldur en þeir, sem gera sér leik að því, að
spilla atvinnuvegi vorum í trássi við landslögin. Réttur
vor er nú orðinn bæði siðferðisréttur og lagaréttur. Ef
veiðiþjófunum finnast lögin vera óeðileg og rangiát, þá
eiga þeir að koma fram með ástæður sínar í heyranda
hljóði og sannfæra þingmenn um þær. Geti þeir það,
þá verða friðunarlögin afnumin, og alt verður eins og
áður var. En á meðan lögin eru í gildi, þá eru þeir
vargar í véum — lögbrjótar — andstyggileg plága þessa
arðsama atvinnuvegar og um leið átumein á þjóðar-
íikamanum.
Það er annars einkennilegt, hve íslendingar eru ó-
löghlýðnir, og er það þó í aðra röndina ekkert undar-
legt. Það eru leifar gamalla ómennilegra flaðurláta við
danskan kaupmannaskríl og aðra útlenda stórbokka. En
það er ekki nóg, að menn brjóta lögin; hitt er verra,