Búnaðarrit - 01.01.1915, Qupperneq 26
20
BÚNAÐARRIT
aukin ræktun,
að flýta heyskapnum,
að lengja heyskapartímann,
að spara hey og bæta.
Aliar þessar leiðir eru svo mikilsverðar og marg-
hreytilegar, að um þær hverja fyrir sig mætti rita langt
mál, en eg ætla að eins að minnast á fátt eitt.
1. Aukin ræktun
er það, sem margir telja aðal-framtíðarmál þjóðarinnar
til viðreisnar landbúnaðinum.
En framþróun þessa máls er mjög hægíara; og þó
á nokkrum bæjum hafi aukist töðuafli um 1 til 2 kýr-
fóður með stöðugri viðleitni á heilum mannsaldri, þá er
það mjög lítið í samanburði við aðrar framfarir og bylt-
ingar á högum þjóðarinnar.
Þessar hægu framfarir stafa aðallega af þeirri orsök,
að mest af þeim jarðabótum, sem gerðar hafa verið til
grasauka, eru sléttur í túnum, sem áður voru í meiri
og minni rækt og gáfu því ekki stórum meira af sér við
sléttunina, og í öðru lagi að áburðurinn, sem heíir verið
borinn á, hefir viða hvorki verið meiri eða betri en áður,
svo að þó slétturnar haíi gefið meira af sór í fyrstu, þá
hefir oft viljað draga mjög íljótt úr því. Nú er á nokkr*
um stöðum farið að fást við nýrækt, og gefur hún
vonir um aukinn heyafla; en hún krefst mikils áburðar,
og því meiri sem landið er verra, sem tekið er til
ræktunar.
Þau skilyrði, sem mér oinkum virðist þurfa til arð-
vænlegrar nýræktar, eru þessi:
1. að til sé land, sem vel er fallið til ræktunar,
2. að menn læri alment að fara með hestaverkfæri,
3. að hægt só að afla nægilegs áburðar.
Um síðasta skilyrðið vil eg fara nokkrum orðum.
Þegar frá sjó dregur eru aðallega fjórar leiðir til þess
að afla áburðar, eins og nú stendur.