Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 35

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 35
BÚNAÐARRIT 29 það hefir í för með sér á reytingssömum engjum. — Kostnaðurinn við að draga saman heyið er að minni reynslu tiltölulega lítill. III. Þurkvellir. Það er almannarómur, að það sem mest tefur heyskap, þar sem blautlent er, sé votabandið. Það eina, sem getur lcomið algerlega í veg fyrir það, er að þurka upp slægnalandið, en bæði er það mjög kostnaðarsamt. og getur í sumum tilfellum haft þau áhrif, að engið spretti ver eftir. Eg get hugsað mér, að á mörgum stöðum á land- inu mætti losna við votabandið á þann hátt, að gera þerrivöll annaðhvort á eða við engið og draga heyið á þerrivöllinn. Bletti þessa mætti gera á ýmsa vegu, svo sem: taka þúfur af bletti á lækjarbakka, grafa skurði eða lok- ræsi í kringum, þar sem deiglent, er; hringgrafa bletti með skurðum og lokræsum, ryðja grjóti af sléttum melum, þekja þur flög eða mela, þar som útlit er á, að komið geti valllendisgróður; og enn mætti ef til vill hafa fleiri aðferðir. En livaða aðferð sem höfð yrði, mundi það verða mun ódýrara en að gera alt engið svo, að hægt væri að þurka á því; og hátt mætti reikna rentu af kostnaðinum við gerð þurkvallarins, ef svara ætti til þess aukna vinnukostnaðar, sem vota- bandið heflr í för með sér. Stærð þessara þurkvalla fer eftir því, hvað mikið þarf að þurka i einu, en láta mun nærri, að hægt sé að þurka um 20 hesta af útheyi á vallardagsláttu í einni breiðslu. IV. Stalclcgaröar. Það mun vera jafn-fornt hér á landi, að nota ýmis- 3eg æki til flutninga og að setja hey í stakkgarða úti á engjum á sumrin, aka því heim að vetrinum, og færa þannig vinnuna við heyflutninginn frá sumarönnunum

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.