Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 55
BÚNAÐARRIT
49
bændur hafa sumt af ánum með dilk, og gætu þeir þá
haft þær ær með kynblendingum. Eins væri hægt að
íæra frá kynblendingunum 5—6 vikna, þar sem land-
kostir eru beztir, og mundu þeir verða góðir til slátr-
unar að hausti.
En auðvitað þyrfti nokkur ár til að útbreiða féð
þannig um land alt.
Nú má gera ráð fyrir töluvert meiri kostnaði við
þetta fé. Verður þá fyrst að athuga, hversu margt þyrfti
að hafa af því í landinu.
Ærnar með kynblendingsdilkunum voru 209332. Eg
geri ráð fyrir, að ætla megi hrútnum 80 ær, og handa
þessum ám þyrfti þá samtals 2616 hrúta. Til þess að
hrútarnir yrðu svo margir, þyrfti hálfu íleiri ær, eða 5232.
Eg geri ráð fyrir 4°/0 vanhöldum á þessum ám; að þeim
4°/o viðbættum verða þá ærnar samtals 5441. Af lamb-
gimbrum yrði að setja á að hausti 25 fyrir hverjar 100
ær. Þær yrðu þá alls 1335. Handa útlendu ánum
þyrfti llOhrúta, með því að ætla hrútunum 50 ær, og
gera 6 af þessum 110 fyrir vanhöldum. Samtals þyrfti
þá útlenda féð að vera: 5441 ær, 2726 hrútar full-
orðnir, 2616 lambhrútar og 1335 lambgimbrar. Það
yrðu 12118 kindur.
Eg áætla fóður hverrar útlendrar kindar 4 kr. dýrara.
Kostnaður við fóðuraukann verður þá 12118X4—48472 kr.
Af hverrí útlendri kind yrði ullin sennilega 1^/2 kr.
meira virði, eða samtals 18177 krónum, sem dregst frá
fóðuraukanum, og verður hann þá 30295 kr. Um fóður-
auka, sem vænta mætti á ánum með kynblendingslömb-
unum, er ekki hægt að gera neina áætlun.
Eg gerði ráð fyrir, að útlenda féð, er væri sem stofn
í landinu, þyrfti að verða 5232 ær og 110 hrútar. Að
eins sumt af því yrði þó flutt inn, en hitt alið upp
innanlands. Eg þykist því taka djúpt í árinni, er eg
geri ráð fyrir, að flutt verði inn 1000 fjár. Sé kindin
reiknuð með öllu og öllu á 150 kr., kostar féð 150000 kr.
4