Búnaðarrit - 01.01.1915, Qupperneq 56
50
BÚNAÐARRIT
Það borgast á einu ári með verðmuninum á 50000
dilkum, ef áætlun mín er rétt.
Þetta yrði framkvæmt þannig, að gera fyrst tilraun
með fáar kindur, og ef hún reyndist vel, yrði komið upp
smábúum af þessu fé víðs vegar í landinu, og því þannig
smáfjölgað. Með tímanum ætti svo enginn innflutning-
ur að verða af þessu fé, nema með hrút og hrút handa
þessum búum til að halda þeim betur við. Upp í þann
aukakostnað, er sá innflutningur hefði í för með sér,
áætla eg það, sem útlenda úrgangsféð, er gengi til förg-
unar á haustin, gerði meira en íslenzkar úrgangskindur.
Mönnum virðist, ef til vill, að eg geri of lítið úr
vanhöldum á þessu fé, en eg veit að margt ánna mundi
koma tvílembt, því að það er ríkt í því kyni. Hvort
þessu fé yrði hér pestarhættara, verður reynslan að skera úr.
Það sem eg hefi sagt hér um vænt.aniegan arð af
þessari kynblöndun er ágizkun, en bygð á sterkum líkum.
í Skotlandi og Hjaltlandi eru heimakynin lík á stærð
og féð hér, og fénu þar sýnt töluvert harðrétti.
Leicester-féð er mikið stærra og bráðþroskaðra en
okkar fé.
Afróttir eru hér, sem bjóðast til að fóðra og fita;
sumarlangt fleira fé, þúsundir á þúsundir ofan. Þetta
eru góðar og gildar likur.
Valið á fénu á ekki að öllu leyti saman, er um
siáturlömb og líflömb er að gera, og með dilkaförgun-
inni þarf að hafa svona blöndun.
En til þess að arðurinn verði mikill af þessari
blöndun, verða menn að forðast sem heitan eldinn að
rugla saman kynjunum í óreglu og vitleysu. Með reglu-
lausri blöndun á ólikum kynjum er mjög hætt við, að
féð verði kvillasamt, og sumt af því mjög rýrt. Það
yrði kynfestulaust fé, og þá yrði eyðilagt það sem mest
er um vert við þessa blöndun, en það er harðfylgið og
seigjan hjá móðurkyninu, en bráður þroslci og meiri hold-
lagni hjá föðurkyninu.