Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 59

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 59
BÚNAÐARRIT 53 landi. Gekst landsstjórnin þar fyrir því. Árið 1890 stofnsetti hún fyrsta sauðfjárkynbótabú þar í landi á Hodne. Féð var alt flutt frá Skotlandi, Cheviot-fé. Búi þessu stjórnar enn í dag sami maður, S. Hauge. Hann segir í bréfi til mín 22. ágúst 1914. „Hingað til búsins höfum við fengið kindur frá Bretlandi 1890, 1895, 1898, 1903 og 1908. Féð hefir ávalt. verið hraust. Mér vitanlega hafa engir kvillar borist til Noregs með sauðfé frá Bretlandi. Lifrarveikina höfum við hér að fornu fari. Hún gerir minna vart við sig nú, eftir því sem viðurgerningur á fé batnar, og því er minna beitt á blautar mýrar“. Eg hefi sjálfur heyrt norska bændur tala um það, að lungnaormur gerði meira tjón á fé þar heldur en lifrarormur. í Skotlandi í sumar reyndi eg enn fremur að leita mér upplýsinga um, hvort nokkur veruleg hætta stafaði af öðrum kvillum en þessari iifrarveiki. Eg leitaði eftir því í skýrslum og bókum og spurðist fyrir um það hjá þessum ensku mönnum, er eg hefi getið um hér að framan. Út úr þeim upplýsingum get eg ekki dregið þá ályktun, að okkur sé veruleg hætta búin af öðrum kvillum, ef allrar varúðar er gætt við innflutninginn. Enn fremur spurðist eg fyrir um það hjá landbún- aðarráðaneytinu og landbúnaðarfélaginu í Skotlandi, hvort nokkurn tíma hefði hlotist stórtjón vegna sjúkdóma af útflutningi lifandi sauðfjár frá Bretlandi, og fékk neitandi svar. Síðan eftir miðja 18. öld hefir margt fénaðar verið flutt út úr Bretlandi, til flestra landa í heimi, og notað þar til kynbóta og aukinnar framieiðslu. Næst kem eg að þeirri mótbárunni, að menn mundu blanda hér útlenda fénu saman við hið innlenda í vit- leysu, er hljótast mundi tjón af, og að það yrði ofan á, að blandað yrði öllu saman, en ekkert skeytt tilgangi málsins. Þetta er spádómur. Eftir þeirri þekkingu, sem eg hefi á bændum hér,

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.