Búnaðarrit - 01.01.1915, Síða 84
78 BÚNAÐARRIT
sé gerðir i samráði við Rögnvald húsagerðarmeistara
Ólafsson.
Að sumrinu og annan tíma meðun veður leyíir ber leið-
beiningamanninuin að vinna að byggingu sveitabæja,er hann
hefir áður gert uppdrætti af eða annar fullfær húsagcrðar-
maður. Sérstaklega ber honum að starfa að steinsmíðinni
og hafa alla ums.jón hennar. Regar hann álitur að stcin-
smíðinni sé borgið á einum bæ, með peirri leiðbeiningu,
sem hann heíir getað veitt, á hann að fara til annars bæ-
jar til að vinna að byggingu þar o. s. i'rv. Áskilið cr, að
með honum sé i vinnu nægilega margir menn til þess að
verkið geti gengið sæmilega Iljótt, og meðal þeirra einhver
sá maður, sem sé því vaxinn, að halda verkinu áfram, þeg-
ar leiðbeiningamaðurinn þarf að hverfa frá því um stund
eða til fulls, til þess að starfa annarsstaðar.
Fyrir vinnu sina að sumrinu og á öðrum timum, er að
byggingum verður unnið, ber leiðbeiningamanninum hjá
þeim, sem liann vinnur hjá, 3 króna kaup fyrir hvern virk-
an dag, meðan hann er við vinnuna, auk fæðis, húsnæðis
og þjónustu, og ennfremur 3 kr. dagkaup þá daga, sem hann
er á lerðinni til vinnunnar. Fyrir uppdrætti og áætlnnir
ber honum einnig hjá þeim, er biður hann um það, hæíi-
leg væg borgun eftir svipuðum mælikvarða. Aðrar leið-
beiningar veitir liann ókeypis, svo sem að svara fyrirspurn-
um um minni atriði, skriflega eða munnlega. En ekki fær
hann sérstaka borgun fyrir áðurnefnda uppdrætti að fyrir-
myndar-sveitabæjum og áætlanir um þá né borguu fyrir
ferðakostnað.
Ekki er gert ráð fyrir að starfsvæði leiðbeiningamanns-
ins verði hvert suraar sérlega stórt, heldur verði það á
fleirum árum að færast yfir landið, og byrji þar sem mest
er þörfin. Ef svo væri, að einhvcr maður langt þaðan,
sem leiðbeiningamaðurinn starfar eitthvert sumar, þj’rfti
nauðsynlega að fá hann til sín þá þegar, þá yrði l'erða-
kostnaðurinn þangaö að verða samningsmál milli þeirra.
(Lögbirtingahlað, 10/ja ’14).