Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 88
Mjólkurskólinn á Hyítárvöllum.
Kensluskeiðið næsta, 1915—1916, stendur yflr frá
15. okt. til 14. maí. Námsmeyjar fá meðal annars
nokkra tilsögn í heilsufræði og um efnasamsetníngu og
gildi matvæla, einnig nokkra verklega æfingu í að búa
til aigengan mat, eftir því sem ástæður leyfa. Fyrir
íæði greiða þær 18 kr. um mánuðinn. Þær sem nokk-
uð langt eru _að fá ferðastyrk. Umsóknir sé sendar
Búnaðarfélagi íslands, og þarf þeim að fylgja iæknis-
vottorð um heilsufar.
Jarðyrkjukensla.
Kensla í plægingum, grasrækt, garðrækt, flóðgarða-
hleðslu og skurðagerð fer fram á Ánabrekku í Mýra-
sýslu vorið 1915, frá 14. maí til júníloka. Fæði fá
nemendur en ekki kaup.
Þeir sem vilja nota kenslu þessa sendi umsókn
sína til Páls Jónssonar, kennara á Hvanneyri, sem kensl-
una ætlar að hafa á hendi, fyrir 15. marz.
Slátrunarnám.
Eftir samningi við Búnaðarfélag íslands tekur
Sláturfélag Suðurlands 4 menn til kenslu í sláturstörfum
haustið 1915. Aðalnámstíminn verður frá 15. sept. til
15. nóv. Þó geta 1 eða 2 menn fengið kenslu í 2*/2
mánuð, frá 1. sept. Sláturfélagið greiðir hverjum nem-
anda á mánuðu 30 kr. í fæðispeninga, og þeim sem
áður hafa verið við nám hjá þvi 20 kr. að auki. Bún-
aðarfélagið greiðir hverjum nemanda 15 kr. námsstyrk
á mánuði, og 10—50 kr. ferðastyrk þeim sem nokkuð
langt eru að. Umsóknir sé sendar búnaðarfélaginu fyrir
1. júní. Hafi umsækjandi ekki áður sótt slátrunarnáms-
skeiðið, þarf í umsókninni að geta aidurs hans, og vott-
orð að fylgja um það, að hann sé vel vinnufær. Þeir
verða látnir ganga fyrir, sem ráðnir eru tii sláturstarfa
framvegis eða hafa áður verið við slátrunarnám.